Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Svara ekki fyrirspurnum um Ísrael: „Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um leik A-landsliðs karla við Ísrael.

Þann 23. nóvember dróst landslið Íslands gegn Ísrael í umspili um sæti í Evrópumeistaramótinu sem fer fram næsta sumar og er leikurinn skráður sem heimaleikur Ísrael en nokkuð ólíklegt þykir að hann fari fram þar í landi vegna stríðsátaka á Gaza. Áætlað er að leikurinn fari fram 21. mars á næsta ári.

Mannlíf sendi Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, fyrirspurn um hvort að Ísland muni neita að spila við Ísrael í ljósi afstöðu sambandsins gegn Rússlandi en í fyrra sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þess eðlis að ekkert landslið frá Íslandi muni spila við Rússland fyrr en innrás þeirra í Úkraínu lýkur. Mannlíf spurði einnig hver afstaða KSÍ væri til ástandsins á Gaza. 

Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu.

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KSÍ frá því í fyrra en erfitt er að sjá hvernig hægt sé að réttlæta að spila við Ísrael en ekki Rússland meðan ástandið helst óbreytt.

Þó hefur Vanda Sigurgeirsdóttir velt fyrir sér hvort blanda eigi íþróttum saman við hluti sem eru að gerast í umheiminum og réttlætti þannig æfingaleik Ísland við Sádi-Arabíu í fyrra.

- Auglýsing -

„Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga.

Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ sagði Vanda við Vísi um leikinn við Sádi-Arabíu og tekið skal fram að Vanda sagði þetta aðeins nokkrum mánuðum eftir að ákveðið var að spila ekki við Rússa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -