Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Svarar þeim sem tala um heimtufrekju Grindvíkinga: „Hef engan áhuga á slíku fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Fjöldinn allur af fólki stendur í þeirri meiningu að uppkaup ríkisins á húseignum í Grindavík beri að líta á eins og hver önnur fasteignaviðskipti. Skilningurinn verður aldrei meiri en útbúnaðurinn til hugsunar sem fólkið fær í vöggugjöf leyfir.“ Þannig hefst Facebook-færsla samfélagsrýnisins Björns Birgissonar frá Grindavík.

Í færslunni útskýrir Björn hvers vegna kaup ríkisins á húseignum Grindvíkinga er ekki eins og hver önnur fasteignaviðskipti.

„Það er einfaldlega ekkert venjulegt við þessi „viðskipti“. Fyrir það fyrsta vill ríkið ekki kaupa og húseigendur vilja ekki selja. Hvorugur aðilinn var með slíkt í huga fyrir 10. nóvember 2023. Uppkaupin eru neyðarúrræði. Styrkur, en ekki fasteignaviðskipti.“

Þá segir Björn að hin svokölluðu viðskipti snúist um að bjarga einu prósenti þjóðarinnar frá „algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum“.

„Þessi „viðskipti“ snúast ekkert um vilja ríkisins eða fólksins til að kaupa og selja húsnæði.
Þau snúast um að bjarga 1% þjóðarinnar frá algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum góðra þegna í hinu íslenska samfélagi. Fjöldagjaldþrotum af völdum náttúruhamfara.“
Að lokum biður hann fólk sem sakar Grindvíkinga um heimtufrekju að halda sig frá Facebook-síðu hans:

„Ég bið fólk sem ekki skilur þetta og vogar sér að tala um heimtufrekju Grindvíkinga í þessari stöðu að halda sig frá minni síðu. Það er einfaldlega fólk sem getur ekki sett sig í eða skilið þá stöðu sem Grindvíkingar eru í. Hef engan áhuga á slíku fólki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -