Laugardagur 30. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Svarar „viðurstyggilegu“ myndbandi um innflytjendur: „Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður svaraði áróðursmyndbandi sem birtist á TikTok með gervigreindarmyndskeiði sem sýnir Snorra Másson fara yfir raunverulegar tölur um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi. Setur Pétur myllumerkið #miðflokkurinn við færslu sína sem hann birti á Instagram.

Í myndbandi sem birtist á TikTok í fyrradag er farið yfir ýmsar tölur varðandi hælisleitendur á Íslandi en Pétur bendir á rangfærslur í myndbandinu. „Í gær kom út alveg viðurstyggilegt video á TikTok, sem að targetar fólk frá Miðausturlöndum og Palestínu sérstaklega, með röngum upplýsingum,“ segir Pétur í upphafi myndband sem hann setti á Instagram í gær. Og heldur áfram: „Þetta eru bara lygar. Það er bara verið að bulla tölur og ég ætlaði að fara að útskýra þetta fyrir ykkur en síðan mundi ég eftir því að fólk hefur sent mér skilaboð og sagt að ég sé svo reiður að fólk taki kannski ekki mark á mér. Þannig að ég fékk hann Snorra Snák félaga minn til að útskýra þetta fyrir okkur. Yfir til þín Snorri.“

Við tekur Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, eða réttara sagt gervigreindarútgáfa af Snorra en Pétur hefur látið gervigreindina setja trúðahatt á hann. „Já takk fyrir það Pétur,“ segir Gervigreindar-Snorri. „Myndbandið byrjar á skáldaðri tölfræði sem sýnir ógnarvöxt innflytjenda. Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum.“ Gervigreindar-Snorri fer síðan yfir raunverulega tölfræði um innflytjendur og hælisleitendur. Hér fyrir neðan má sjá hið kostulega myndskeið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -