Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Svartasta sviðmyndin í kortunum – Yfirvofandi heitavatnsleysi á öllum Reykjanesskaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll Erland, forstjóri HS Veitna í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2.

Hraun flæðir nú yfir Grindavíkurveg við Bláa-lóns-afleggjarann og í átt að hitaveituæð sem leiðir vatn til Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga á Reykjanesinu. Í samvinnu við almannavarnir og vísindamenn er talið um að það telji í klukkutímum þangað til hraunflæðið nái leiðslunni.

Í samtalinu útskýrir Páll að komi til heitavatnsleysi megi vænta að það standi yfir í einhverjar klukkustundir. Til skoðunar er að setja upp rafkyndingu í húsin.

Íbúar skuli loka gluggum

„Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -