Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Svavar nýtur lífsins í London með makanum: „Ég er bara að knúsa kallinn í útlöndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarinn og útvarpsmaðurinn Svavar Örn Svavarsson. Hann fagnar 48 árum í dag og má með sanni segja að þessi skemmtilegi fjölmiðlamaður eldist eins og gott rauðvín. Svavar Örn byrjaði að vinna við fjölmiðla fyrir þrjátíu árum síðan en þá hóf hann störf hjá Stöð 2 við hárgreiðslu.

„Úff í alvöru?“ spyr Svavar Örn þegar blaðamaður Mannlífs heyrði í honum í morgun og óskaði honum til hamingju með daginn og þessi þrjátíu ár sem komin eru af störfum hans við fjölmiðla. Hann er staddur í London og hefur verið undanfarna daga að njóta lífsins með maka sínum, Daníeli Erni Hinrikssyni.

„Ég er bara að knúsa kallinn í útlöndum og gera mig tilbúnn fyrir heimkomu í lægðarganginn,“ segir Svavar Örn og má heyra á honum að hann sé ekki spenntur fyrir veðrinu sem geisað hefur á landinu undanfarna daga og vikur. Svavar Örn gefur ekkert út fyrir það að eldast eins og gott rauðvín en segir þó það rauða gott í London.

 „Já við skruppum til London og rauðvínið hérna er mjög gott. Erum samt búnir að vera mjög spakir,“ segir þessi skemmtilegi útvarpsmaður og bætir við: „Kannski er það aldurinn.“

Mannlíf óskar Svavari Erni og öllum öðrum afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn!

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -