Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Sveinn Andri um þyngingu dóma í Rauðagerðismálinu: „Hæstiréttur þarf að eiga þar lokaorðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur borðleggjandi að þremenningarnir sem hlutu þungan dóm í Landsrétti í dag í Rauðagerðismálinu, að þau fái áfrýjunarleyfi.

Þau Claudia Sofia Coel­ho Car­va­hlo, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi höfðu öll verið sýknuð í héraðsdómi fyrir grunaða aðild að morðinu á Armando Beqirai. Var sýknunni snúið við í Landsdómi í dag og þau dæmd í 14 ára fangelsi. Þá var dóminum yfir Angjelin Sterkaj þyngdur úr 16 ár í 20 ár fyrir morðið á Beqirai.

Mannlíf leitaði álits hæstaréttalögmannsins Sveins Andra Sveinssonar á dóminum og hvort hann teldi líklegt að hin dæmdu myndu áfrýja.

„Án þess að ég geti mælt fyrir hönd dómfelldu tel ég næsta víst að öll sæki þau um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Geri þau það er borðliggjandi að áfrýjunarleyfi verður veitt,“ svaraði Sveinn Andri og tali upp þrjár ástæður: „Fyrir því eru 3 ástæður. 1. Þungir dómar. 2. Viðsnúningur úr sýknu í sakfellingu. 3. Í málinu reynir á mikilvæga reglu refsiréttarins um samverknað. Hæstiréttur þarf að eiga þar lokaorðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -