Samtök íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm og vonast sveitarfélögin er verkfall þeirra verði dæmt ólöglegt. Sveitarfélögin telja að verkfallið brjóti lagaákvæði um verkföll opinberra starfsmanna og mismuni börnum eftir í hvaða skóla þau eru. Foreldrar nokkra leikskólabarna reyndu svipað fyrir stuttu en því máli var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur og sagði rétturinn að málið félli undir Félagsdóm. Rétt er að taka fram í því samhengi að ekki er skólaskylda á leikskólastigi. SÍS hefur því ákveðið að láta á það reyna og hefur óskað eftir því að málið fái flýtimeðferð.