Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Sveppi er kominn með annan fótinn inn í Þjóðleikhúsið: „Ég fæ allavega laun um mánaðamótin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi. Í viðtali við Reyni Traustason segir hann frá því hvernig nafnið Sveppi kom til, hann talar um æskuárin þegar hann vildi fíflast og vera fyndinn, árin í FB þar sem hann var í vídeó- og skemmtinefnd, tímann á grænmetislagernum, upphaf ferilsins sem hann er þekktur fyrir, sem var að ganga hringinn í kringum Ísland í tvo mánuði, hann talar um hrekkina og áskoranirnar í sjónvarpinu, svo sem þegar hann hljóp allsber niður Laugaveginn, jákvætt áreitið og svo talar hann örlítið um fjölskylduna. Hann talar líka um hvað sé fram undan og hvort hann vilji verða gamalmenni á Spáni. Hér er brot úr viðtalinu.

 

Eitt og eitt drama

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin berast í tal, en Sveppi lék í þeim. Hann segir að það hafi verið dásamlegt að vinna að því verkefni.

Það var enginn húmor í þessum gaur sem hann lék.

„Nei, mér fannst það og er búinn að heyra mikið um það að fólki fannst þetta skemmtilegt. Og gaman að sjá mig í þessu hlutverki. Einhverju öðru. Hann var vissulega „comic relief“-gæi í Verbúðinni í heild sinni þessi gæi, svona þannig séð, en þetta var góð týpa. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég lék einhverja týpu sem er ekki að reyna að vera fyndinn.“

Ég er voðalega mikið í leikhúsinu núna.

- Auglýsing -

Hvað er framundan?

„Það er alltaf happa og glappa hvað er að gerast. Ég er voðalega mikið í leikhúsinu núna. Ég hef verið að leika í Kardimommubænum og er að leika í leikriti sem heitir Prinsinn, í Þjóðleikhúsinu, sem verður sýnt í haust og er kominn svolítið með annan fótinn þangað.“

Er það gamanleikrit?

- Auglýsing -

„Nei, ekkert endilega. Það dettur inn eitt og eitt drama. Og fólk segir að ég sé ágætur í því. Mér finnst alltaf jafn asnalegt að leika drama þannig séð. Svo gerir maður bara það sem leikstjórinn segir og þá verður allt í lagi. Ef hann er ánægður, þá er þetta bara fínt.“

Ert þú lausráðinn hjá Þjóðleikhúsinu?

„Ég held að ég sé nú fastráðinn. Ég var lausráðinn, en svo gerði ég einhvern annan samning. Ég skil þetta ekki alveg. Ég fæ allavega laun um mánaðamótin. Það er það eina sem þetta snýst um. Þá er maður sáttur. Það er voða gaman; ég er með annan fótinn inni í Þjóðleikhúsi. Og svo eru alltaf einhverjar þreifingar varðandi sjónvarpsþætti. Ég og Pétur erum með „podcast“,“ segir Sveppi, sem segist einnig flytja inn rauðvín. „Ég er í alls konar.“

Hvernig gengur með vínið?

„Það gengur fínt. Af því að markmið fyrirtækisins er svo einfalt. Það er bara að fjármagna eigin neyslu. Það er það eina sem við þurfum. Og á meðan það gengur, þá gengur vel.“

Þið eruð ekki með neina stórveldisdrauma um að leggja undir ykkur rauðsvínsmarkaðinn á Íslandi?

„Nei, við erum ekki með þá drauma. Þetta er aðallega stemmingin. Þetta er hobbí.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.
Þá er einnig hægt að horfa á það hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -