Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Sveppi eyðir afmælisdeginum í steypu: „Það er alltaf eitthvað sem maður er að bralla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Sverrisson er afmælisbarn dagsins en flestir þekkja hann auðvitað sem Sveppa. Nú eru liðin, upp á dag, 45 ár frá fæðingu Sveppa.

Sveppi, sem í dag er leikari og söngvari, vakti fyrst landsathygli er hann gekk hringinn í kringum Ísland, hálfpartinn í beinni útsendingu í útvarpsþætti Simma og Jóa árið 2000. Sama ár birtist hann á skjám landsmanna í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur og má segja að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Sveppi hefur síðan þá leikið í kvikmyndum, gamanþáttum, barnaþáttum og á leiksviði en hann er að eigin sögn kominn með annan fótinn inn í Þjóðleikhúsið.

Mannlíf heyrði í Sveppa og spurði hann út í afmælisdaginn.

„Ég fagna deginum með því að steypa í mót út í garði með smiðinum mínum. Við erum að setja upp vegg. Þetta byrjaði á köku í morgun samt og endar í rauðvíni í kvöld. Það er gott að byrja vel og enda vel, hvað maður gerir þarna á milli skipti ekki öllu,“ sagði afmælisbarnið hresst.

En hvað er framundan hjá Sveppa?

„Það er alltaf eitthvað sem maður er að bralla sko en maður er bara að bíða eftir að rútínan byrji, þá getur maður farið að skoða næstu skref. Koma þessum krökkum í skólann og þá getur maður sest niður og skoðað þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -