Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi. Í viðtali við Reyni Traustason segir hann frá því hvernig nafnið Sveppi kom til, hann talar um æskuárin þegar hann vildi fíflast og vera fyndinn, árin í FB þar sem hann var í vídeó- og skemmtinefnd, tímann á grænmetislagernum, upphaf ferilsins sem hann er þekktur fyrir, sem var að ganga hringinn í kringum Ísland í tvo mánuði, hann talar um hrekkina og áskoranirnar í sjónvarpinu, svo sem þegar hann hljóp allsber niður Laugaveginn, jákvætt áreitið og svo talar hann örlítið um fjölskylduna. Hann talar líka um hvað sé fram undan og hvort hann vilji verða gamalmenni á Spáni. Hér er brot úr viðtalinu.
Allsber á Laugavegi
Þú ert stjarna sem gerir út á börn með myndirnar þínar og þá þarftu náttúrlega að passa upp á að fortíðin sé ekki að banka upp á hjá þér með einhverjum gervityppum.
„Já, það er bara tímaspursmál hvenær það gerist.
Fólki fannst þetta ekki alveg passa; að þetta væri sami gæinn.
Ég man þegar ég byrjaði með barnatímann á Stöð 2. Þá vorum við Auddi með þátt sem hét bara Auddi og Sveppi. Við vorum á hverjum föstudegi í hálftíma og máttum bara gera það sem við vildum. Það var oft dálítið kvartað yfir því að ég væri á föstudögum; í eitt skiptið hljóp ég allsber niður Laugaveginn. Mér fannst það æðislegt. Og svo daginn eftir var ég með barnaþátt í Stöð 2. Fólki fannst þetta ekki alveg passa; að þetta væri sami gæinn. En ég nennti ekki að pæla í því. Þetta var bara svona.“
Hvernig datt þér í hug að hlaupa allsber niður Laugaveginn?
„Það var einhver áskorun. Við vorum rosa mikið í áskorunum; alltaf að skora á hver annan að gera eitthvað út í hött. Og bara hvað sem var. „Basically“ bara það sem okkur fannst fyndið. Þetta var áskorun sem ég tók; hljóp allsber. Það er æðislegt að hlaupa allsber í margmenni.“
Hvernig voru viðbrögðin?
„Fólk hefur gaman af því að sjá einhvern karl.“
Flestir þekktu þig. Svo voru einhverjir túristar sem sáu eitthvað krullað fyrirbæri nakið á harðahlaupum.
„Ógeðslega gaman. Þetta er það sem þau muna. Þetta er bara Gullfoss og Geysir og allsberi kallinn á Laugavegi.“
Þetta hefur verið áhugavert.
Það blundar enn þá í mér svona fíflaskapur.
„Þetta var mjög skemmtilegur tími. Það blundar enn þá í mér svona fíflaskapur. Ég hef oft hugsað, þegar ég er að keyra bílinn og sé eitthvað, „djöfull væri fyndið að stökkva út og hlaupa allsber í gegn“.“
Þú ert svolítið búttaður. Hefur aldrei verið viðkvæmt fyrir þig að sýna það?
„Hvernig ég er vaxinn?“
Nekt þína.
„Það er dálítið fyndið. Það eiginlega hentaði betur, af því að ef þú ert svona asnalegur, svona lítill og kubbslegur, þá er allt í lagi. Þá er maður svo góðlegur. Ef ég er ber að ofan þá finnst öllum það bara fyndið og krúttlegt, en þegar Auddi var ber að ofan þá fannst öllum hann vera að monta sig. Ef ég væri með „sixpack“ og ógeðslega vöðvastæltur og væri alltaf að fíflast eitthvað ber að ofan niðri í bæ þá væru allir „voðalega hefur hann mikla þörf fyrir að sýna vöðvana sína“. En ef því að ég er svona asnalegur þá er þetta miklu fyndnara. Það sama með Pétur.“
Þá fer þetta að snúast um kjark.
„Já, akkúrat.“
Viðtalið í Mannlífi er hér.
Podcastið er að finna hér.