Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Sverrir Einar kvartar undan handtöku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Einar Eiríksson segist vera ósáttur með vinnubrögð lögreglu.

Sverrir Einar Eiríksson, einn eiganda skemmtistaðarins B, er ekki sáttur með framgang lögreglu um helgina en staðnum var tímabundið lokað og Sverrir handtekinn í kjölfarið. Vísir greindi frá því að staðnum hafi verið lokað vegna þess að of margir gestir væru inn á staðnum og einhverjir þeirra undir lögaldri. Sverrir hefur ákveðið að senda inn formlega kvörtun vegna málsins.

Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hægt er að lesa hér fyrir neðan

„Á aðfar­arnótt 17. sept­em­ber sl. kom upp ágrein­ing­ur um vinnu­brögð lög­reglu við eft­ir­lit á veit­ingastað okk­ar í Banka­stræti. Okk­ur aðstand­end­um staðar­ins fannst vanta að gætt væri hófs í vinnu lög­reglu, en áður hafði þurft að leiðrétta mis­skiln­ing lög­reglu­manns sem eft­ir­litið leiddi um kröf­ur þær sem gerðar eru til dyra­varða á staðnum. Sami lög­reglumaður lét færa und­ir­ritaðan niður á lög­reglu­stöð þar sem mál­inu lauk og mér var sleppt.

Lög­regl­an held­ur því fram að of marg­ir hafi verið inni á staðnum, en taln­ing með aðstoð ör­ygg­is­mynda­véla­kerf­is staðar­ins sýn­ir að svo var ekki.

Ég hef sent lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu form­lega kvört­un vegna fram­göngu þessa lög­reglu­manns. Okk­ur er í mun að gott sam­starf sé við lög­reglu og hörm­um að þarna hafi orðið mis­brest­ur á því. Við vinn­um að því að koma á sam­tali við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu um vinnu­lag við eft­ir­lit sem full­nægi þörf­um lög­reglu án þess að það sé um of íþyngj­andi fyr­ir gesti og rekst­ur staðar­ins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -