Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sverrir Ingi segir fótboltann skipta mestu máli: „Við erum í frábæru tækifæri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á morgun mætir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu liði Ísraels í leik í umspili fyrir EM í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Leikurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ýmsar sakir en helst að KSÍ skuli neita að spila við Rússland vegna innrásar þess í Úkraínu en hafa ekki sagt orð um þá rúmlega 30 þúsund Palestínubúa sem Ísrael hefur drepið á undanförnum mánuðum.

Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Íslands, var spurður af RÚV hvort að mæta Ísrael trufli liðið eitthvað.

„Nei. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum, við höfum stjórn á voðalega litlu þegar kemur að þessu. Hver sem andstæðingurinn er þá erum við bara að reyna að koma íslenska landsliðinu á stórmót. Við erum í frábæru tækifæri til þess. Við erum að reyna að sjá þetta sem fótboltaleik. Það er það sem skiptir mestu máli. Hver sem andstæðingurinn væri þá værum við að fara í þennan leik til þess að vinna – af því að við erum að reyna að fara á stórmót og erum að einbeita okkur að því.“

Þá tilkynnti KSÍ að Albert Guðmundsson yrði ekki tekinn úr landsliðshópinn þrátt fyrir að reglur sambandsins banni leikmönnum að spila meðan kærur á hendur landsliðsmönnum eru rannsakaðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -