Sunnudagur 3. nóvember, 2024
3 C
Reykjavik

Sverrir segir ásakanir um voðaverk Hamas-liða lygi: „Það voru engin 40 kornabörn afhöfðuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Agnarsson segir að voðaverkin sem Ísraelar saka Hamas-liða um að hafa framið þann 7. október, vera smá saman að týna tölunni.

Fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, Sverrir Agnarsson segir á Facebook í dag að þau voðaverk sem Hamas-liðar eru sagðir hafa framið á saklausum íbúum Ísrael þann 7. október, vera að týna tölunni. Telur hann upp þau helstu og rengir.

„Það voru engin 40 kornabörn afhöfðuð og ekki einu sinni eitt, það var ekkert barn brent í ofni. 200 illa brunnin lík sem áttu að sýna meðferð þeirra á Ísraelum reyndust vera af Hamasliðum brend af IDF þannig að þau voru óþekkjanleg, hús sem þeir voru sakaðir um að hafa brent til grunna og útrýmt þannig heilu fjölskyldunum voru skotmörk Ísraelskra þyrla enda sýna vegsummerkin rústir sem ekki er hægt að rekja til Kalashnikov hríðskotariffla og/eða sprengjuröranna sem Hamas hafði með sér en líkjast aftur á móti rústunum á Gaza sem IDF stendur fyrir. Likamsleifarnar í kæligámnum sem áttu að vera útlimir sem Hamas hafi dundað sér við að skera af lifandi og dauðum – líkjast þeim líkamsleifum sem Gazabúa hrasa um þegar þeir leita eftir ástvinum í rústunum.“ Þá segir hann að lýsingin á fóstri sem á að hafa verið skorið innan úr konu, komu frá bloggara „sem afritar lýsingar af nákvæmlega þannig illvirki frá flóttamannabúðunum í Sabra og Shatíla þegar hemdarvekamenn á vegum Ísraela frömdu þar óhugguleg fjöldamorð 1982 og blaðamaðurinn Robert Fisk lýsir í bókinn The Conquest of the Middle East.“

Segir hann að þá standi eiginlega aðeins ásakanir um nauðganir eftir en að þar „vantar bara viagrað sem Líbýumenn voru sakaðir um að hafa gefið nauðgandi hermönnum en sem Amnestiy sannaði að aldrei var gert.“ Segir hann nauðgunarsögum af Hamas-liðum fjölgi í takt við það hvernig hinar ásakanirnar týna tölunni.

Síðar í færslunni segir Sverrir að Hamas séu trúarleg samtök, „sem leiðir hugann að KFUM og sálminum Áfram kristmenn krossmenn eða ættjarðarljóðinu Öxar við ána.“ Og bætti við: „Píslavættisdauði er þeirra markmið sem samkvæmt þeirra trú tryggir þeim himaríkisvist en til þess þurfa þeir að vera í hreinu trúarlegu ástandi (ritual purity) .Eftir samræði eru múslímar ekki trúarlega hreinir til þess þurfa þeir einfalda athöfn sem heitir Ghusl og í henni felst stutt bað með hreinu vatni eftir ákveðnum reglum og þeir eru ekki að fara rústa píslarvættinu fyrir kynlíf.“
Að lokum snýr Sverrir sér aftur að brenndum húsum og líkum. „En aftur að brendum húsum og líkum. Hamas útgáfan af Sharía bannar refsingar á óvinum með eldi – þannig refsing er í höndum guðs að beita eða fyrirgefa – bæði muslímar sem og aðrir geta alveg haft skoðanir á þessum viðhorfum en þetta er þeirra hugarheimur og því trúi ég hvorki nauðgunum né brennum upp á þá því þeir eru heilir í gegn,trúheitir og heiðarlegir í sinni trú sem er forsenda þess að þeir fórna lífinu fyrir sína baráttu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -