Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Sviðsverkið Internal Human frumsýnt í Hörpu – Tónskáld og dansari skapa saman listaverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónskáldið Lilja María Ásmundsdóttir og dansarinn Inês Zinho Pinheiro hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan 2018. Síðastliðin tvö ár hafa þær skipst á myndböndum, hljóðbrotum og hugsunum tengdum innra lífi flytjandans. Úr hugmyndum þeirra varð til verkið Internal Human sem hefur þróast bæði sem sviðsverk og sem myndbandsinnsetning. Sviðsverkið verður frumsýnt í Hörpu þann 26. júlí kl. 20:00 í tilefni af útgáfu verksins. Verkið er gefið út af Smekkleysu og kemur út á geisladiski þann 22. júlí en diskurinn mun einnig innihalda aðgang að myndbandsverkinu.

Inês Zinho Pinheiro
Ljósmynd: Aðsend

Sýningin hefst í Norðurbryggju og liggur leiðin síðan inn í Kaldalón. Verkið er innblásið af hljóðskúlptúr sem Lilja María smíðaði árið 2020. Skúlptúrinn var hannaður út frá hugmyndum um hvers konar hreyfingar myndast náttúrulega þegar leikið er á strengina. Lilja María spilar á skúlptúrinn og önnur hljóðfæri á meðan Inês yfirfærir hreyfingar hennar á mismunandi umhverfi sem varpað er inn í salinn. Teikningarnar og arkítektúrinn sem finna má í myndvörpuninni voru valin út frá sjónrænum tengingum við hönnun skúlptúrsins. Formin í myndvörpuninni veita Inês síðan innblástur til að þróa hreyfingarnar í nýjar áttir.

Flutningurinn tekur um klukkustund og er án hlés.
Almennt miðaverð er kr. 2900 en skólafólk, eldri borgarar og öryrkjar fá 15% afslátt í miðasölu Hörpu.

https://harpa.is/internal-human

https://tix.is/is/event/13596/internal-human/

https://www.liljamaria.com/internal-human liljamariaasmundsdottir@gmail.com

- Auglýsing -

Hljóðdæmi: https://www.dropbox.com/sh/q4dwnit4sbk8b7m/AACQtW7A1N8K-mQpMdnQeGVda?dl=0

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -