Tuttugugu og eins árs sænskur karlmaður að nafni Shokri Keryo var í morgun dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa staðið fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra. Hann var dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi.
Keryo neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi kvöldið sem skotárásin átti sér stað. Hann var dæmdur fyrir að hafa skotið að fjögra manna fjölskyldu inn um glugga heimilis þess. Gabríel Douane Boama særðist í skotárásinni á sköflungi en hann sagðist ekkert muna hvað gerðist kvöldið sem skotárásin átti sér stað. Keryo hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn.
Gabríel fékk þá 1,5 milljón dæmdar í miskabætur en annað fólk sem var á svæðinu en særðist ekki fékk einnig dæmdar miskabætur en allar voru þær lægri en hans Gabríels.