Sunnudagur 29. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Svikin loforð eftir snjóflóðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur mánuðum eftir að snjóflóðin féllu á Flateyri í vetur hefur lítið gerst í þeim efnum að bæta tjónið. Reiði er meðal íbúa vegna slælegra vinnubragða þeirra er að málinu koma.

Hús sem talið var standa á öruggum stað í skjóli varnargarða varð fyrir öðru flóðinu. Björgunarsveitafólk gróf þar stúlku upp úr flóðinu og þótti mildi að ekki fór verr. Auk þessa ollu flóðin umtalsverðum skemmdum á munum, stórum sem smáum.

Eyðileggingin varð mikil. Fyrir utan að bátar þorpsbúa urðu allir fyrir tjóni eyðilögðust bílar, hús og margt fleira. Ljóst er af samtölum við fólk á Flateyri að eyðileggingin er mun meiri en ráða hafði mátt af fréttum eftir að flóðin féllu.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Skilningur þeirra Flateyringa sem Mannlíf hefur rætt við er að ráðherrar, þingmenn og yfirmenn Ísafjarðarbæjar hafi verið sammála um að allt tjón yrði bætt og ráðist í að tryggja betur öryggi íbúa þorpsins vegna þeirrar náttúruvár sem af snjóflóðum stafar.

Lestu úttektina í heild sinni í Mannlíf.

Texti / Guðmundur Sigurðsson
Myndir / Guðmundur Sigurðsson og Eyþór Jóvinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -