Þremur mánuðum eftir að snjóflóðin féllu á Flateyri í vetur hefur lítið gerst í þeim efnum að bæta tjónið. Reiði er meðal íbúa vegna slælegra vinnubragða þeirra er að málinu koma.
Hús sem talið var standa á öruggum stað í skjóli varnargarða varð fyrir öðru flóðinu. Björgunarsveitafólk gróf þar stúlku upp úr flóðinu og þótti mildi að ekki fór verr. Auk þessa ollu flóðin umtalsverðum skemmdum á munum, stórum sem smáum.
Eyðileggingin varð mikil. Fyrir utan að bátar þorpsbúa urðu allir fyrir tjóni eyðilögðust bílar, hús og margt fleira. Ljóst er af samtölum við fólk á Flateyri að eyðileggingin er mun meiri en ráða hafði mátt af fréttum eftir að flóðin féllu.
Skilningur þeirra Flateyringa sem Mannlíf hefur rætt við er að ráðherrar, þingmenn og yfirmenn Ísafjarðarbæjar hafi verið sammála um að allt tjón yrði bætt og ráðist í að tryggja betur öryggi íbúa þorpsins vegna þeirrar náttúruvár sem af snjóflóðum stafar.
Lestu úttektina í heild sinni í Mannlíf.
Texti / Guðmundur Sigurðsson
Myndir / Guðmundur Sigurðsson og Eyþór Jóvinsson