Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Svínfullir menn í Reykjavík: Hótaði að drepa lögreglumann með dóp í vasanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsvert var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Líkt og vanalega voru flest mál tengd ölvun, óhætt er að segja að margir hafi verið moldfullir. 77 mál voru skráð í nótt og gærkvöldi. Þrír gista fangageymslur nú.

Nokkrir voru handteknir vegna gruns um líkamsárás. Þá var einn tekinn í annarlegu ástandi fyrir að ráðast á hraðbanka. Hann var með fíkniefni á sér og var vistaður í fangageymslu.

Annar maður var handtekinn í miðbænum þar sem „hann var til ama“. Sá hótaði lögreglumanni lífláti og var einnig með dóp í fórum sínum. Sá var einnig vistaður í fangageymslu.

Þriðji maðurinn var svo handtekinn í miðbænum þar sem hann var að ráðast að fólki. Færður á lögreglustöð og fékk síðan að ganga sína leið eftir tiltal.

Í Kópavogi var maður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum. Hann reyndi að hlaupa frá lögreglu en komst ekki langt.

Svo voru ótal menn handteknir víðsvegar í borginni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -