Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina sammála um að nauðsynlegt séð að þrengja verulega að vopnalöggjöf á Íslandi. Tilefnislausar skotárásir ungra reiðra karla hafa verið áberandi undanfarið á Vesturlöndum, Norðurlönd verða fyrir þeim tvær helgar í röð meðan í Bandaríkjunum fjölgar þeim sífellt. Katrín segir ríkisstjórnina vilja reynað koma í veg fyrir að þetta gerst hér.
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þó Ísland hafi enn sloppið við tilefnislausar skotárásir, líkt og í Osló og Kaupamannahöfn, þá hafi skotárásum fjölgað á áberandi hátt. Á þessu ári hafa verið gerðar fjórar skotárásir hér á landi, síðast fyrir rúmri viku í Hafnarfirði.
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, kallaði eftir því í kvöldfréttum í gær að byssulöggjöfin væri skoðuð betur. Forsætsráðherra virðist ætla svara þessu kalli „Það er fullt tilefni til að endurskoða vopnalöggjöfina. Þetta hefur verið rætt á vettvangi ríkisstjórnar“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Hún segir Dómsmálaráðuneytið með málið til skoðunar. „Markmiðið er að þrengja ákvæði löggjafarinnar. Þannig við séum í rauninni að þrengja aðgengi að vopnum“ segir Katrín.