Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Svona ætlar Katrín að koma í veg fyrir tilefnislausar skotárásir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina sammála um að nauðsynlegt séð að þrengja verulega að vopnalöggjöf á Íslandi. Tilefnislausar skotárásir ungra reiðra karla hafa verið áberandi undanfarið á Vesturlöndum, Norðurlönd verða fyrir þeim tvær helgar í röð meðan í Bandaríkjunum fjölgar þeim sífellt. Katrín segir ríkisstjórnina vilja reynað koma í veg fyrir að þetta gerst hér.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þó Ísland hafi enn sloppið við tilefnislausar skotárásir, líkt og í Osló og Kaupamannahöfn, þá hafi skotárásum fjölgað á áberandi hátt. Á þessu ári hafa verið gerðar fjórar skotárásir hér á landi, síðast fyrir rúmri viku í Hafnarfirði.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í af­brota­fræði, kallaði eftir því í kvöldfréttum í gær að byssulöggjöfin væri skoðuð betur. Forsætsráðherra virðist ætla svara þessu kalli „Það er fullt tilefni til að endurskoða vopnalöggjöfina. Þetta hefur verið rætt á vettvangi ríkisstjórnar“ segir Katrín Jakobsdóttir.

Hún segir Dómsmálaráðuneytið með málið til skoðunar. „Markmiðið er að þrengja ákvæði löggjafarinnar. Þannig við séum í rauninni að þrengja aðgengi að vopnum“ segir Katrín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -