Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Svona getur þú þjálfað bragð-og lyktarskynið eftir covid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn COVID-19. Birtingarmyndin er oftast skyndilegt tap á lyktarskyni með eða án breytingar á bragðskyni. Einnig hefur því verið lýst að eiginleikar lyktar og bragðs geti breyst.

Það er breytilegt hversu algeng þessi einkenni eru en ljóst er að stór hluti sjúklinga upplifir einhverskonar breytingu á lyktar- og bragðskyni. Talið er að um 40%-50% sjúklinga með COVID-19 finni fyrir breytingu á lyktarskyni og rúmlega 40% finna fyrir breytingu á bragðskyni.

Algengi þessara einkenna virðist minnka með hækkandi aldri. Hjá sumum er breyting á lyktar- og bragðskyni einu einkenni COVID-19.

Flestum okkar þykir sjálfsagt að geta fundið ýmisskonar góðan ilm og jafnvel vonda lykt t.d. af mjólk sem er úrelt.

Á heilsugæslustöðinn í Geitmyrsveien í Ósló tekur tannlæknirinn Preet Bano Singh á móti sjúklingum sem hafa misst lyktar- og bragðskyn.

Á síðasta ári hefur hún haft miklu meira að gera.

- Auglýsing -

Singh er með doktorsgráðu í lyktarskyni og hún er dósent og sérfræðingur í bragð- og lyktarfræði við háskólann í Ósló. Margir bíða eftir meðferð sem hafa glatað eða hafa brenglað lyktar- eða bragðskyn

 

Eru einhver ráð til að þjálfa upp lyktarskyn eftir Covid- 19?

Bano Singh segir að það geti hjálpað að:  notast við ilmkjarnaolíur eða krydd til að kalla fram lyktar-minni. Hún lætur fólk byrja á að velja 4 ilmi til að æfa sig á þeim.

- Auglýsing -

Hver ilmur tengist litum, plöntum, viðburðum eða öðru. Þegar fólk þefar t.d. af lavender á það að hugsa um bláan lit, lavender-plöntuna í blómapotti, gras að bærast í vindi, Suður-Frakkland, eða annað sem fólk tengir við plöntuna. Þegar fólk þefar af kanil á það t.d. að hugsa um grjónagraut, jólin, brúnan lit, o.s.frv. Síðan getur fólk prófað sig áfram með einn og einn ilm, sem minnir á eitthvað sérstakt. Árangur hefur náðst í 96% tilfella, á nokkrum mánuðum.

 

Heimild:

Anne Lise Stranden. 2021, 9. desember. De som har mistet luktesansen etter covid-19-sykdom, står i kø for å få hjelp. Forskning.no. Slóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -