„Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“
Ásthildur nokkur tekur í sama streng. „Ég er svo hrædd um að þetta verði nákvæmlega svona og er strax komin með ógleði. Frasinn „við verðum ÖLL að læra af þessu“ gerir mig alltaf þunglynda og önuga, segir Ásthildur. Og Ásmundur Helgason útgefandi er líka viss um hvað tekur við næstu daga. „Og svo á miðvikudaginn verður Brynjar mjög reiður hér á facebook yfir fáránlegri umfjöllun Rúv um málið og hve góða fólkið er vitlaust og skilji hreinlega ekki málið,“ segir Ásmundur.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur nú þegar tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Hann segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslunni og að farið verði vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.
„Staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi.