Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Svona var atburðarrásin þegar Eiður Smári var rekinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar KSÍ og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að Eiður léti af störfum.

Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ sem gerð hefur verið opinber en það var eftir þann fund, 23. nóvember síðastliðinn, sem Eiður Smári var rekinn. „Áfram Ísland,“ sagði Eiður í yfirlýsingu inni á vef KSÍ vegna starfslokanna.

Starfslok Eiðs Smára Guðjohnsens og umræddan gleðskap landsliðsins hafa mikið verið til umræðu undanfarið. Eiður var rekinn fyrir viku síðan en í tilkynningu frá KSÍ var sagt að uppsögnin væri gerð með samkomulagi stjórnar og Eiðs.

Sjá einnig: Eiður Smári hættur með landsliðið: „Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi“

Líkt og Mannlíf greindi frá tengist brottreksturinn hins vegar áfengisneyslu í KSÍ-partý eftir leik landsliðsins gegn N-Makedóníu um miðjan mánuðinn. Vanda formaður var í partýinu og samkvæmt fundagerðinni hringdi hún í alla stjórnarmenn eftir heimkomuna. Eiður Smári var svo rekinn eftir fund stjórnar.

Vanda hefur ekki viljað ræða málefni og brottrekstur aðstoðarþjálfarans. Eiður hefur verið í þjálfarateymi A-landsliðs karla frá desember 2020, en hann lék á sínum tíma 88 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim 26 mörk. Í sumar var Eiður sendur í tímabundið leyfi frá störfum, eftir að Mannlíf greindi frá myndbandi sem var í dreifingu af þjálfaranum á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Myndband af Eiði Smára í miðbænum – Hneykslaði vegfarendur með athæfi sínu

- Auglýsing -

Myndband af Eiði í dapurlegu ástandi að létta á sér í miðborg Reykjavíkur fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Eiður sást þar með buxurnar á hælunum, að létta á sér á almannafæri. Hann virðist vera í því ástandi að átta sig illa á umhverfi sínu. Fólki sem varð vitni að atburðinum var brugðið en Eiður er í senn þjóðhetja og starfaði sem þjálfari landsliðs karla og álitsgjafi Símans. Þá var einnig umtalað að Eiður hafi verið undir áhrifum í útsendingu sem knattspyrnusérfræðingur í þættinum Vaktin í Sjónvarpi Símans. líkt og Mannlíf greindi frá.

Sjá einnig: Eiður sagður vera undir áhrifum í beinni útsendingu – KSÍ og Síminn á flótta – Sjáðu atvikið

 

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá fundargerð stjórnar KSÍ frá hinum örlagaríka fundi 23. nóvember:

„Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. 

Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -