Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sýktur Gunnar Smári gagnrýnir heilbrigðiskerfið: „Það er kominn bólga, brún-búrgundí-lituð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Mér er illt í tánni og hef verið í rúma viku, og það versnar bara. Það er eins og ég sé tábrotinn án þess að muna eftir að ég hafi brotnað. Og það er kominn bólga, brún-búrgundí-lituð og nokkuð þétt viðkomu (þó ég geti ekki ýtt fast, það er vont).“

Svona byrjar Facebook-færsla Gunnars Smára Egilssonar í gær. Í færslunni segir sósíalistaforinginn frá heilsufarsvandamáli sínu og gagnrýnir samfélagið harðlega. „Þetta eru allt ómerkilegar raunir. Í góðu samfélagi myndi ég renna við í heilsugæslu og fá einhvern til að kíkja á þetta, gefa mér pensilín, skera af mér tána eða senda mig heim með tilsögn um að hætta þessu kvarti, líkaminn lagar sig sjálfur. Og það var línan sem ég tók fyrir viku, að þetta myndi lagast. Sú kenning hefur fallið, þetta er að versna. Ég gæti aðlagað kenninguna og sagt að þetta muni skána eftir að hafa fyrst versnað. Sumt er þannig. Eða farið og látið kíkja á tána. Sem ég myndi gera ef ég byggi í góðu samfélagi, verandi búinn að vera á vinnumarkaði síðan ég var 5 ára og búinn að borga reiðinnar býsn til samtryggingar okkar borgaranna.“ En af hverju lætur Gunnar Smári ekki kíkja á tánna? „ En ég bý ekki í góðu samfélagi. Í vikunni sendu heilbrigðisyfirvöld frá sér áskorun til fólks um að trufla ekki lækna og hjúkrunarlið nema það væri við dauðans dyr, helst dautt.“Gunnar Smári segist þess vegna ganga haltur og kvalinn í „ríkasta samfélagi heims.“ Og bætir við: „Peningarnir sem ég borgaði fyrir samtryggingu heilbrigðiskerfisins voru sendir sem styrkir til Samherja, svo þeir réðu við orkuskiptin og gætu prentað og dreift áróðri sínum um eigið ágæti og ömurleika allra sem vilja aukið réttlæti í samfélaginu.“

Viðbrögðin við færslu Gunnars Smára hafa verið gríðarleg en yfir þrjúhundruð manns hafa sett „like“ við hana og 118 skrifað athugasemdir. En máttur samfélagsmiðlanna er mikill og fékk sósíalistaforinginn að finna fyrir honum en hann skrifaði viðbót vil færsluna seinna í dag en þar segir hann frá lækni sem hafi haft samband við sig og beðið um ljósmynd af tánni. Greindi hann þetta svo sem sýkingu við naglaböndin og skrifaði upp á lyfseðil. „Svona virkar vel hið óformlega samfélag okkar Íslendinga, náungakærleikurinn og hjálpsemin. Þótt okkur hafi ekki auðnast að byggja upp sterkt formlegt samfélag,“ skrifaði Gunnar Smári að lokum.

Ekki eru þó allir sammála lækninum hjálpsama en flestir eru á því að um þvagsýrugigt sé að ræða, þar á meðal Benedikt Erlingsson leikari:

„Þetta er röng sjúkdómsgreining hjá þínum lækni. Gunnar Smári Egilsson . Þetta er örugglega þvagsýrugigt eða kóngaveikin sem Snorri Sturluson var ílla haldin af. Of mikið af kóngafæði, kjöti og víni. Urgangsefnin kristallast og koma fram í liðum og vald þar bólgu. Hefst í stórutánni. Heit böð lina einkennin en lækna ekki. Þú þarft breytt mataræði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -