Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Systir Björgvins Páls fær enga aðstoð við fíknivanda: „Á litla systir mín engan séns?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, birti átakanlega færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann lýsir því hvernig kerfið hefur brugðist litlu systur sinni. „Til þess að gera langa sögu stutta. Þá var pumpað í hana lífi 6x í síðustu viku vegna ofneyslu,“ skrifar Björgvin.

Systir Björgvins glímir við fíknisjúkdóm og eftir að hafa gengið út af Vogi í miklu ójafnvægi var hún á götunni í þrjá daga. Þaðan endaði hún á bráðamóttöku vegna ofkælingar og leitaði þá á geðdeild. Geðlæknir mat sem svo að hún yrði ekki lengur inni á geðdeild en í tvo til þrjá daga, engin úrræði bíða hennar að þeim tíma loknum. Þess má geta að á Landspítala starfar svo kölluð fíknigeðdeild sem aðstoðar fólk með fíknivanda, þó er oft fullt þar eins og í öðrum úrræðum fyrir þennan hóp fólks.

Björgvin segist hafa hringt í flestar meðferðarstofnanir landsins en þær séu allar fullar. „Þetta er ákall um breytingar. Nú skilur fólk kannski betur hvaðan ég kem þegar ég tala um jöfn tækifæri og að grípa börnin okkar.“

Björgvin segir frá hörmulegri reynslu þeirra systkina þegar móðir þeirra reyndi að taka eigið líf en hún glímdi einnig við alkahólisma og önnur geðræn vandamál.

„Mamma mín hefur alltaf gert sitt besta, en það besta var hreinlega ekki nóg þar sem að hún fékk heldur ekki bestu spilin á hendurnar og ef að kerfið hefur brugðist einhverjum þá er það henni. Saga mömmu er ótæmandi áfallasaga sem fáir geta ímyndað sér hvernig lítur út en ég talaði aðeins um hennar sögu í bókinni minni.

Það tók mig því miður æði langan tíma að fyrirgefa henni sjálfsvígstilraunirnar og með hverri tilraun fjarlægðumst við hvort annað frekar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég náði að skilja hennar sögu betur. Mamma mín hefur, fyrir utan að eiga við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og alkóhólisma að stríða, gengið í gegnum það að missa einn unnusta í vinnuslysi og annan úr krabbameini og lífið hefur á köflum reynst henni afar erfitt.

- Auglýsing -

Að auki er mamma búinn að vera í fjárhagsvændræðum frá því ég kom í heiminn, reynt að vinna sig út úr þeim með því að leggja alltof mikið sig, keyrt sig oft í kaf, set sig í 2. sæti og á sama tíma verið að reyna að ná utan um lífið og fjölskylduna sína. Ég kenni mömmu ekki um neitt.

Ég er bara þakklátur fyrir að mamma sé á lífi og sé ennþá til staðar fyrir barnabörnin sín. Ég trúi því líka að með því að tala um þessi mál öll svona opinskátt sé ég að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu og eins að hjálpa mömmu með að díla við fortíðina. Ég er löngu búinn að fyrirgefa henni fyrir sín mistök. Án mömmu og án hennar sögu væri ég bara einhver handboltakall sem væri löngu hættur að reyna að berjast fyrir því að bæta þetta kerfi sem við lifum öll í.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -