Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Systur Ahmeds og börn þeirra í bráðri hættu á Gaza: „Hver króna skiptir máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söfnun stendur nú yfir fyrir systur Palestínumannsins Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra sem nú dvelja við afar krefjandi aðstæður á Gaza.

Ahmad Al-Mamlouk

Unnur Andrea Einarsdóttir og Katrín Harðardóttir standa fyrir, auk Ahmed, söfnun svo hjálpa megi systrum Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra en sjálfur missti Ahmed eiginkonu sína og öll fjögur börn sín í loftárás Ísraelshers í desember síðastliðnum. Útlendingastofnun hefur ítrekað neitað honum um hæli hér á landi og bíður hann því eftir því að vera kastað úr landi.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“
Sjá einnig: Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“

Systur Ahmed, þær Eslam, Abeer og Haneen og börn þeirra eru í sárri þörf fyrir mat, vatni, lyfjum og tjöldum, svo þau hafi eitthvað skjól. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er einungis eins mánaða gamall og þarfnast mjólkur og læknishjálpar.

Börnin:

- Auglýsing -
Sami og Mariam
Maria
Alaa

Í texta sem fylgir söfnunarbeiðninni segir meðal annars:

„Hver króna skiptir máli og ef þið getið ekki gefið, vinsamlegast verið svo væn að deila þessu með vinum ykkar og fjölskyldu. Við þökkum þér frá innstu hjartarrótum!“

Hér má sjá plaggið:

- Auglýsing -

Unnur Andrea skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir myndskeið sem systir Ahmed tók eftir að sprengjuárás var gerð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá dvalarstað hennar og fjölskyldu hennar. Hér má lesa færsluna í heild sinni, sjá reikningsupplýsingarnar og sjá myndskeiðið:

„Þetta myndband var tekið í gær systur af Ahmed Almamlouk, Abeer, en hún býr í Nuseirat flóttamannabúðunum á Gaza ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum hans, þar á meðal ungabarni og þremur börnum. Sprengingarnar sjást þarna í um það bil 2 km fjarlægð og tala látinna er núna komin í yfir 270. Ahmed missti nýlega konu sína og fjögur börn, en sem betur fer lifðu systkyni hans af árásina í gær.
Við viljum gera allt til að hjálpa þeim og hófum við nýlega á söfnun fyrir eftirlifandi fjölskyldu hans. Þetta mun vissulega ekki hlífa þeim fyrir sprengjum, en einsog þig sjáið þá sárvantar þeim almennilegt tjald og nauðsynjar sem mat, lyf, þurrmjólk o.fl.
Allt telur og ef þið getið ekki gefið, væri ég mjög þakklát ef þið gætuð dreift þessum pósti sem víðast! Kærar þakkir! 💖
Millifærsla:
Unnur Andrea Einarsdóttir
2200-26-113088 / kt: 150981-4769
Aur: 6916962“

Hafi einhver spurningar varðandi söfnunina má heyra í Unni Andreu en tölvupóstfang hennar er: [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -