Niðurstaða skoðunarkönnunar Mannlífs leiddi í ljós að tæp 80 prósent eru mjög sátt með ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja sig frá embætti fjármálaráðherra Íslands.
Mannlíf spurði lesendur sína í gær um afstöðu sína, í kjörfar blaðamannafundarins þar sem Bjarni tilkynnti ákvörðun sína eftir að umboðsmaður Alþingis taldi Bjarna óhæfan til að samþykkja Íslandsbankasöluna.
Af þátttakendum voru ríflega 76 prósent voru mjög sátt við ákvörðunina. Rétt rúm 17 prósent voru afar ósátt við afsögnina á meðan rúm 6 prósent töldu sig ekki vita nægjanlega mikið til að mynda sér skoðun.