- Auglýsing -
Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Mannlífs mun tæpur helmingur, eða 49 prósent, ekki taka þátt í Kvennaverkfallinu sem verður haldið þriðjudaginn 24. október. Þá svöruðu 42 prósent að þau myndu taka þátt. Tæp níu prósent voru þess óviss.
Í skoðanakönnuninni var öllum lesendum Mannlífs mögulegt að taka þátt. Karlmenn hafa verið hvattir til þátttöku með því að leggja ekki niður störf heldur sýna stuðning og taka við keflinu í vinnu og heima fyrir og gera ráðstafanir er varðar til dæmis umönnun barna.