Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Íslendingar taka þátt í ræktun á kjöti: „Verður betra að borða vist­kjöt held­ur en hefðbundið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ORF Líftækni tekur þátt í þróun og framleiðslu á vaxtaþáttum fyrir vistkjöt.

Fyrirtækið var stofnað á 2001 en hefur frá 2019 þróað vaxtaþætti sem henta til vistkjöts framleiðslu. En vistkjöt er kjöt er ræktað án þess að dýr sé alið eða slátrað en slíkt hefur talsvert umhverfisáhrif.

„Fimmtán pró­sent af los­un gróður­húsaloft­teg­unda í heim­in­um staf­ar frá hefðbund­inni kjöt­neyslu. Það eru nokkr­ar leiðir sem að heim­ur­inn hef­ur til að minnka þessa los­un, þær fela all­ar í sér að hætta að borða hefðbundið kjöt. Þú get­ur hætt að borða kjöt með því að borða plönt­ur, græn­meti og græn­metisaf­urðir. En ef þú vilt borða kjöt, þá verður betra að borða vist­kjöt held­ur en hefðbundið kjöt,“ sagði Berg­lind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni, í samtal við mbl.is um málið.

„Fyr­ir­tæk­in sem fram­leiða vist­kjöt taka sýni, eða vökva, úr vöðva úr lif­andi dýri, svo er þessi vökvi tek­inn og stofn­frum­ur, eða ósér­hæfðar frum­ur úr vökv­an­um, sett­ar í rækt. Í þess­ari rækt þurfa að vera þess­ir vaxt­arþætt­ir sem við fram­leiðum, til þess að frum­urn­ar fjölgi sér og sér­hæfi sig,“ sagði Berg­lind en tekur fram að dýrin sem lendi í sýnatökum verði ekki fyrir skaða í ferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -