Samkvæmt lögreglunni hafa borist tilkynningar frá í gær um foktjón á Austurlandi.
Óveður hefur gengið yfir landið síðan í gær og hafa orðið talsverðar skemmdir víða, þó aðallega á Austurlandi. Tilkynningar um foktjón frá í gær hafa borist en um er að ræða skemmdir á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði en Samkvæmt Austurfrétt hefur mest borið á skemmdum á Stöðvarfirði. Að sögn lögreglunnar er veðrið víða afar slæmt á Austurlandi og ekki stætt utandyra. Fyrir þá hugrökku vegfarendum sem þora út, er hætta á að lausamunir fjúku á þá.
Enn eru íbúar því hvattir til að vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Gert er ráð fyrir að taki að lægja um klukkan 18 í dag.
Bent er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.