Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Talsvert var þó um leiðindi.
Tilkynnt var um slagsmál og leiðindi milli aðila í Laugardalnum, samkvæmt lögreglunni, sem skakkaði leikinn. Óvelkomnir aðilar voru einnig komnir í nýbygginu á sama svæði.
Á skemmtistað í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás en ekki gaf lögreglan frekari upplýsingar um það mál.
Þá var aðili með leiðindi inni á spítala í hverfi 108.
Tilkynnt var um slasaðan aðila í Garðabænum en þegar lögregla og sjúkralið mætti á staðinn var ekkert að sjá.
Í Kópavogi var dósum kastað niður af svölum niður á bílaplan. Ekki fylgdi sögunni hvort lögreglan hafi aðhafst eitthvað í málinu.
Í Grafarvoginum voru ungmenni með leiðindi í sundlaug. Ekki fylgdu upplýsingar í dagbók lögreglunnar um málalyktir.
Að lokum var aðili með leiðindi í hverfi 103 en eftir tiltal frá lögreglu var honum ekið heim.