Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Tannréttingar sjaldnast pjatt: „Tannréttingastyrkurinn hefur ekki hækkað í að verða 21 ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tannréttingar eru sjaldnast pjatt, heldur er verið að tryggja eðlilega stöðu og starfshæfni tyggingafæranna þannig að tennur endist sem best,“ segir Gísli Einar Árnason, tannréttingasérfræðingur. Mannlíf ræddi við hann í nýrri grein þar sem farið er ofan í saumana á tannlæknaþjónustu barna hér á landi.

Greinina má í heild sinni lesa hér.

„Mjög djúpt bit getur til dæmis valdið varanlegu sliti á tönnum – jafnvel strax hjá unglingum. Mjög skakkar tennur geta valdið erfiðleikum við tannhirðu og þar af leiðandi tannholdssjúkdómum með tímanum. Yfirbit getur versnað og bit dýpkað. Framstæði tanna gerir þær meira útsettar fyrir áverkum og fleira,“ segir Gísli Einar.

„Svo eru líka „psycho-social“-þættir sem þarf að taka tillit til. Hvernig líður barninu eða unglingnum með tennurnar og brosið? Svoleiðis þættir geta alveg flokkast undir „pjattmeðferð“ – en er það pjatt að láta barninu líða betur með sjálft sig?“

Gísli Einar segir að burtséð frá því hvert vandamálið sé fái allir þennan hefðbundna tannréttingastyrk. Það sé þó þeim skilyrðum háð að um sé að ræða fullorðinstennur og að viðkomandi sé yngri en 21 árs þegar meðferð hefst. Það kerfi er því nokkuð einfalt í sjálfu sér. „En kannski ekki sanngjarnt vegna þess að sumir eru í töluvert meiri þörf en aðrir. Og sá sem er „bara að pjattast“ fær jafn mikinn styrk og sá sem virkilega þarf á tannréttingameðferð að halda vegna heilbrigði tanna,“ segir hann.

„En á meðan tannréttingastyrkurinn hefur ekki hækkað í að verða 21 ár, þá hefur allt annað hækkað, þar á meðal verð fyrir tannréttingameðferð. Þannig að þetta fer að verða hálfhjákátlegt, en stendur til bóta vonandi á næstu misserum. Vilji hins opinbera virðist að minnsta kosti vera fyrir hendi núna,“ segir Gísli Einar að lokum.

- Auglýsing -

 

Lesa nýjasta helgarblað Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -