Fimmtudagur 19. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tara Margrét hættir í stjórn: „Ég er að lenda harkalega á vegg núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Samtaka um líkamsvirðingu. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook.

Tara Margrét hefur gegnt stjórnarstörfum í samtökunum frá stofnun þeirra, um tíu ára skeið. Hún hefur lengi verið fremst í flokki í baráttu gegn fitufordómum og hefur vakið mikla athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.

„Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en ég finn að ég þarf að gera það fyrir eigin heilsu og velferð. Stjórnarstörfin hafa verið gefandi og stórkostleg en þau hafa líka tekið mikið frá mér og ég er að lenda harkalega á vegg núna. Ég finn mig knúna til að hlusta á þau merki sem líkaminn gefur mér um örmögnun og kulnun og hlýða þeim.“

Tara Margrét áréttar að þrátt fyrir að hún segi sig frá stjórnarstörfum samtakanna þýði það ekki að hún ætli sér að hætta að tala fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum, eða hætta að tjá skoðanir sínar á hinum ýmsu vígstöðvum.

„Þið losnið ekki svo auðveldlega við mig,“ segir hún.

Tara Margrét segir mikla hugsjón og kraft í líkamsvirðingarsamfélaginu á Íslandi og hún segir það kristallast í núverandi stjórn Samtaka um líkamsvirðingu.

- Auglýsing -

„Ég er ótrúlega spennt að fylgjast með og klappa fyrir áframhaldandi stjórn og störfum þeirra í framtíðinni. Efst í huga undanfarna daga er líka þakklæti fyrir allt peppið, hugulsemina og stuðninginn sem ég hef fengið frá vinum, fjölskyldu og samfélaginu öllu sl. 10 ár. Óteljandi komment og skilaboð frá allskonar fólki sem þakkaði fyrir sig og hvatti mig til dáða. Allt kraftmikla og yndislega fólkið sem ég hef kynnst, átt samstarf með og eignast ævilanga vini í. Ég ætla að halda fastar í það en mótlætið sem ég hef mætt.“

Hún lætur í ljós að hugsanlega sé hún ekki búin að kveðja samtökin fyrir fullt og allt.

„Og hver veit? Kannski sný ég aftur til stjórnarstarfa þegar ég hef náð meira jafnvægi og fyllt á tankinn. Framtíðin er enn óráðin. En fyrst ég er að taka mér þessa pásu langaði mig að nýta tækifærið og segja takk. Fyrir allt.“

- Auglýsing -

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -