Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Teitur Björn sleppur við að taka afstöðu til vantraustsins: „Rúmliggjandi og ekki viðtalshæfur “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teitur Björn Einarsson er kominn í veikindaleyfi og sleppur þannig við að taka afstöðu til vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson hefur verið afar gagnrýninn á störf matvælaráðherra Vinstri grænna þegar snýr að hvalveiðinni, bæði þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu og nú, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gegnir því.

Miðflokkurinn hefur nú lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen en Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa sagst ætla að styðja tillöguna. Óvíst er með afstöðu þingmanna samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en nokkir Sjálfstæðismenn hafa verið afar háværir í gagnrýni sinni á störfum matvælaráðherra, sér í lagi Jón Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Verði vantraustið samþykkt er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Teitur Björn verður þó fjarri góðu gamni á þingi en hann er kominn í veikindaleyfi, með brjósklos í mjóbaki.

„Hryggjarstykkið uppfært og þrautagöngunni þar með vonandi lokið.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar, vinum og vandamönnum sem til mín hafa séð síðustu 4-5 mánuði, að ég hef ekki verið alveg í toppformi. Brjósklos í mjóbaki var myndað og greint í mars eftir brösóttan Þorra og í gær var ég í skurðaðgerð sem gekk vel. Batahorfur með miklum ágætum að sögn sérfræðinga en einhverja daga verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu Teits Björns frá því í morgun.

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Teiti Birni sem sagðist vera fjarri góðu gamni og vísaði í færslu sína. „Er og verð fjarri þingstörfum þessa dagana (rúmliggjandi og hreint ekki viðtalshæfur þér að segja),“ segir Teitur Björn í skriflegu svari til Mannlífs.

Vantrauststillagan verður tekin fyrir á Alþingi í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -