Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Tekjur Arnarlax lækkuðu um 39 prósent á milli ára – Eigið fé metið á 17 milljarða króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnarlax hefur nú birt afkomuupplýsingar sínar frá 2024 en þar má sjá að afkoman er mun verri en árið 2023. Mikill laxadauði vegna lúsafárs árið 2023 hafði þar mikil áhrif.

BB.is segir frá því að tekjur Arnarlax á síðasta ári hafi verið 39 prósent minni en árið áður eða um 9 milljörðum lægri. Tekjurnar 2024 urðu um 15 milljarðar króna og varð 860 m.kr. tap á rekstrinum. Alls var 11.700 tonnum slátrað í fyrra en 17.900 tonnum árið 2023.

Hins vegar varð afkoman á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, mun betri en nemur niðurstöðu ársins en þá sýndi reksturinn jákvæða afkomu.

Þá kemur fram í frétt bb.is að erlend verð hafi verið góð fyrir eldfisk Arnarlax, þá sérstaklega á Bandaríkjamarkaði og að salan þangað hafi aukist. Samkvæmt miðlinum er eiginfjárstaða Arnarlax sterk en eigið fé er metið um 17 milljarða króna, sem er 57 prósent af heildareignum.

Áætlað er að í ár verði 15 þúsund tonnum af eldislaxi slátrað.

Alls hefur Arnarlax framleiðsluleyfi fyrir 23.700 tonnum af eldislaxi í þremur fjörðum á sunnanverður Vestfjörðum. Þar að auki hefur verið sótt um leyfi fyrir 4.500 tonna eldi í Arnarfirði og svo er unnið að því að endurheimta leyfi fyrir 10 þúsund tonna elda á ófrjóum eldislaxi í ÍSafjarðardjúpi sem Matvælastofnun gat út en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -