Alþjóðlega skáksambandið, Fide ákvað á dögunum að banna trans konum að keppa á skákmótum í kvennaflokki. Felix Bergsson er alls ekki sáttur.
Felix Bergsson tónlistarmaður og fjölmiðlamaður skrifaði færslu samfélagsmiðli Elon Musk, X (áður Twitter), þar sem hann hneikslast á ákvörðun Fide að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á skákmótum á vegum sambandsins. Segir hann það óskiljanlegt að feministar geti skrifað undir þetta.
Færsluna má sjá hér fyrir neðan.
„trans konur mega ekki tefla á mótum með öðrum konum. þá vitum við það. transfóbían í íþróttum hefur ekkert með líkamlegt atgervi að gera. hún er bara viðbjóður byggð á feðraveldinu og kvenhatri. að „feministar“ geti skrifað undir þetta er óskiljanlegt“