Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Telur að foreldrar eigi að sjá um sundkennslu barna: „Engir foreldrar geta verið á móti því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði stuttan pistil um menntamál á Íslandi.

Menntamál hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hefur samhengið yfirleitt verið kringum kynfræðslu og hinsegin fræðslu. Þá hafa verið myndir í dreifingu á netinu sem eiga vera úr kynfræðslu. Í sumum tilfellum hefur það reynst rétt en myndirnar teknar úr samhengi og í einhverjum tilfellum hefur fólk skáldað upp efni sem það segir vera kennt í grunnskólum landsins. Virðist vera þetta gert til að grafa undan kynfræðslu og hinsegin fólki. Hannes Hólmsteinn skrifar færslu um menntamál þar sem hann telur að foreldrar eigi að bera meiri ábyrgð á menntun barna sinna og yfirvöld minni. 

„Mín skoðun á þrætuepli dagsins: Eiga foreldrar engu að ráða um, hvað börnum þeirra er kennt? Ríkið ætti aðeins að sjá um, að kenndar væru undirstöðurnar, lestur, skrift, reikningur, enska, saga og landafræði. Þetta þurfa allir að kunna, og engir foreldrar geta verið á móti því,“ sagði Hannes í færslu sinni.

Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur, lagði í framhaldi spurningu fyrir Hannes. „Ertu á móti grunnskólakennslu í líffræði, eðlisfræði, efnafræði, bókmenntum, dönsku, leikfimi, sundi, smíðum, heimilisfræði, þjóðfélagsfræði og lífsleikni?“

„Ég er nú aðeins að reifa það sjónarmið, að ríkið eigi að sjá um (tryggja, ekki nauðsynlega annast sjálft), að borgararnir hljóti nauðsnlega undirstöðukennslu, sem allir geta verið sammála um, að þeir þurfi. Það eigi að hafa forgang, og rök hníga að því, að ríkið eigi að kosta þá kennslu, þetta séu samgæði. Margt annað er ágætt, en hlýtur að vera háð vali foreldranna og ekki eins augljóslega samgæði,“ svaraði Hannes.

Hægt er að lesa færslu Hannesar hér fyrir neðan

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -