
„Ef við gerum ráð fyrir að kaupendurnir eigi allir eftir að leysa út sinn hagnað, þá er staðan þessi þremur vikur eftir útboð, miðað við gengi hlutabréfa í Íslandsbanka í dag: Hlutur Benedikts Sveinssonar, föður fjármálaráðherra, hefur hækkað í verði um fjóra og hálfa milljón. Hlutur Pálma Haraldssonar, kenndur við Fons, hefur hækkað í verði um 19 milljónir. Hlutur Karls Wernerssonar (sem er að nafninu til skráður á son hans) hefur hækkað í verði um 19 milljónir. Hlutur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur hækkað í verði um rúmar 25 milljónir. Hlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur hækkað í verði um 38 og hálfa milljón. Hlutur Ágústs og Lýðs Guðmundssona, kenndir við Bakkavör, hefur hækkað í verði um 40 milljónir króna. Hlutur Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu úr Vestmannaeyjum, hefur hækkað í verði um 40 milljónir króna. Þessar upphæðir væru sumsé hreinn hagnaður fyrrnefndra einstaklinga ef þeir seldu sína hluti í dag. Ekki slæm ávöxtun á þremur vikum.“