Laugardagur 7. september, 2024
8.7 C
Reykjavik

Telur forstjóra Samherja hafa grætt 25 milljónir á Íslandsbanka: „Ekki slæm ávöxtun á þremur vikum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Baráttumaðurinn Óskar Steinn Ómarsson er með skoðanir á hlutunum og fer ekkert í felur með þær. Hann ritar áhugaverðan pistil þar sem umfjöllunarefnið er salan á Íslandsbanka:
„Í gærkvöldi birti ég færslur þar sem ég hélt því fram að nokkrir aðilar sem fengu að kaupa í lokuðu útboði á Íslandsbanka í síðasta mánuði væru búnir að selja sína hluti með tugmilljóna króna hagnaði. Upplýsingarnar byggði ég á fréttaflutningi Kjarnans, sem kom svo í ljós að var rangur. Einstaklingarnir sem um ræðir eru víst ekki búnir að selja. Þetta leiðréttist hér með,“ segir Óskar Steinn og bætir við:
„Hið rétta er að þeir halda flestir enn á sínum hlutum og geta því vænst þess að þeir hækki ennþá meira í verði.“
Óskar Steinn Ómarsson
Óskar Steinn bendir á nokkra sem keyptu í Íslandsbanka en hafa ennþá ekki selt hlut sinn, eins og langflestir sem keyptu hafa nú þegar gert:

„Ef við gerum ráð fyrir að kaupendurnir eigi allir eftir að leysa út sinn hagnað, þá er staðan þessi þremur vikur eftir útboð, miðað við gengi hlutabréfa í Íslandsbanka í dag: Hlutur Benedikts Sveinssonar, föður fjármálaráðherra, hefur hækkað í verði um fjóra og hálfa milljón. Hlutur Pálma Haraldssonar, kenndur við Fons, hefur hækkað í verði um 19 milljónir. Hlutur Karls Wernerssonar (sem er að nafninu til skráður á son hans)  hefur hækkað í verði um 19 milljónir. Hlutur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur hækkað í verði um rúmar 25 milljónir. Hlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur hækkað í verði um 38 og hálfa milljón. Hlutur Ágústs og Lýðs Guðmundssona, kenndir við Bakkavör, hefur hækkað í verði um 40 milljónir króna. Hlutur Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu úr Vestmannaeyjum, hefur hækkað í verði um 40 milljónir króna. Þessar upphæðir væru sumsé hreinn hagnaður fyrrnefndra einstaklinga ef þeir seldu sína hluti í dag. Ekki slæm ávöxtun á þremur vikum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -