Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Telur leikskólamál í Reykjavík í slæmum málum: „Kannski væri betra að hafa gjaldið ör­lítið hærra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort hækkað eigi leikskólagjöld í Reykjavík.

Undanfarin ár hefur leikskólastarf í Reykjavík verið í algjöru lamasessi og hafa loforð borgarstjóra um að mæta þörfum borgarbúa hafa litlu skilað. Núna eru rúmlega 700 börn sem bíða eftir plássi í leikskólum í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir stöðu mál ekki góða og veltir fyrir sér hvort það þurfi að hækka leikskólagjöld.

„Kannski væri betra að hafa gjaldið ör­lítið hærra ef það yrði til þess að bæta þjón­ust­una,“ sagði odd­vit­inn í sam­tali við mbl.is um málið og að vonbrigðin með árangurinn væru mikil. 

„Við erum auðvitað gríðarlega von­svik­in enn eina ferðina að ekki hafi náðst meiri ár­ang­ur í þess­um leik­skóla­mál­um. Staðan er enn þá mjög slæm, þrátt fyr­ir mjög fög­ur fyr­ir­heit og lof­orð í kosn­ing­um fyr­ir rétt rúmu ári síðan þar sem að því var lofað að öll 12 mánaða börn myndu fá inn­göngu á leik­skóla strax það haustið.“

„Það sem við höf­um viljað sjá er auðvitað að málið verði sett í for­gang og að fólk myndi skynja að þetta sé póli­tískt for­gangs­mál hjá þess­um meiri­hluta. Við höf­um líka bent á það að það sé ekki ein lausn sem henti öll­um fjöl­skyld­um,“ sagði Hildur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -