Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort hækkað eigi leikskólagjöld í Reykjavík.
Undanfarin ár hefur leikskólastarf í Reykjavík verið í algjöru lamasessi og hafa loforð borgarstjóra um að mæta þörfum borgarbúa hafa litlu skilað. Núna eru rúmlega 700 börn sem bíða eftir plássi í leikskólum í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir stöðu mál ekki góða og veltir fyrir sér hvort það þurfi að hækka leikskólagjöld.
„Kannski væri betra að hafa gjaldið örlítið hærra ef það yrði til þess að bæta þjónustuna,“ sagði oddvitinn í samtali við mbl.is um málið og að vonbrigðin með árangurinn væru mikil.
„Við erum auðvitað gríðarlega vonsvikin enn eina ferðina að ekki hafi náðst meiri árangur í þessum leikskólamálum. Staðan er enn þá mjög slæm, þrátt fyrir mjög fögur fyrirheit og loforð í kosningum fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem að því var lofað að öll 12 mánaða börn myndu fá inngöngu á leikskóla strax það haustið.“
„Það sem við höfum viljað sjá er auðvitað að málið verði sett í forgang og að fólk myndi skynja að þetta sé pólitískt forgangsmál hjá þessum meirihluta. Við höfum líka bent á það að það sé ekki ein lausn sem henti öllum fjölskyldum,“ sagði Hildur.