Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Telur líklegt að samstarfsflokkarnir verji Svandísi: „En það er ekki lengur traust í samstarfinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir líklegt að samstarfsflokkar Vinstri grænna verji Svandísi Svavarsdóttur vantrausti.

Inga Sæland hefur boðað vantrausstillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið lög er hann setti á tímabundið hvalveiðibann síðastliðið sumar, rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Mikils titrings gætir í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa og hafa þingmenn flokksins á borð við Jón Gunnarsson gagnrýnt Svandísi harðlega. Mannlíf heyrði í Eiríki Bergmanni Einarssyni stjórnmálafræðing og spurði hann út í ástandið á stjórnarheimilinu.

„Það er mjög aukin úlfúð í þessu samstarfi og það eru komið um hálft ár síðan brestirnir í stjórnarsamstarfinu fóru að koma í ljós. Og úlfúðin hefur bara magnast á þessu rúmlega hálfa ári. Það er alveg ljóst að flokkarnir eru smá saman að missa trúna á framhaldið en það þýðir ekki að ríkisstjórnin geti ekki hökt út kjörtímabilið. En það er ekki lengur traust í samstarfinu sem áður einkenndi þessa ríkisstjórn og misklíðin á milli stjórnarflokkanna á ráðherra jafnvel, eru orðin miklu meiri en áður. Það er komin veruleg þreyta í þetta samstarf. Það gerir það að verkum að öll svona mál verða ríkisstjórninni mjög erfið. Fyrir einhverju síðan hefði stjórnarmeirihlutinn einfaldlega þjappað sér að baki hverjum þeim ráðherra sem fengið hefði á sig vantrausstillögu og það væru í raun engjar refjar með það. Það að það sé slegið svona í og úr meðal þingsflokks Sjálfstæðisflokksins til dæmis, það er nýtt.“

Aðspurður hvort líklegt sé að samstarfsflokkar Vinstri grænna muni verja Svandísi vantrausti segir Eiríkur að ríkisstjórnarsamstarf feli í sér það að stjórnarmeirihlutinn verji ráðherra vantrausti. „Í sjálfu sér hefur ekkert komið fram sem okkur fram á að þarna hafi orðið breyting á. Þess vegna verður að teljast líklegra en ekki að stjórnarmeirihlutinn einfaldlega verji ráðherrann vantrausti. En það að komin sé upp einhverskonar efasemdir um það að sá stuðningur sé öruggur, segir gríðarstóra sögu. Ef staðan er raunverulega orðin þannig að þingmaður eða þingmenn stjórnarmeirihlutans treysti sér ekki til að segja það skilyrðislaust, að þeir verji alla ráðherra ríkisstjórnarinnar vantrausti, þá er sú ríkisstjórn varla á vetur setjandi.“

Mannlíf spurði Eirík hvort líklegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn verji Svandísi vantrausti en heimti að hún skipti um ráðherrastól. „Nei, þeir geta það í rauninni ekki. Hingað til hefur verið litið svo á að þingflokkarnir ráði því hver úr þeirra röðum setjist á stóla sem viðkomandi flokkur hefur til ráðstöfunnar. Og það er fáheyrt að þingflokkur eins flokks sé að skipta sér að ráðherravali hjá öðrum flokkum.“

En telur Eiríkur að það sé þá enginn þrýstingur á Vinstri græna á að skipta Svandísi út? „Það er eflaust einhver þrýstingur en það er í rauninni engin hefði fyrir slíku og ég myndi halda að Vinstri grænir myndu ekki taka neinum leiðbeiningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -