Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Telur tímabært að ræða uppgang fasista í Evrópu eftir sigur Geert Wilders

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hægri öfgaflokkur Geert Wilders fór með sigur úr býtum í þingkosningunum í Hollandi en Kristinn Hrafnsson telur tímabært að tala um uppgang fasista í Evrópu.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði færslu í gær þegar ljóst þótti að hægri öfgaflokkur Geert Wilders, Frelsisflokkurinn, myndi vinna sigur í þinkosningunum í Hollandi. Hlaut flokkurinn 37 sæti af 150 en næstu tveir flokkar náðu 24 og 25 þingsætum. „France 24 segir réttilega að þessi kosningasigur muni valda skjálfta ekki bara í Hollandi heldur í öðrum löndum Evrópu,“ skrifaði Kristinn og hélt áfram. „Hamingjuóskir hafa streymt inn frá öðrum öfgahægriflokkum sem telja þetta merki um breytt landslag í Evrópskri pólitík.“ Lokaorð Kristins eru nokkuð óhugnanleg, fyrir þá lesendur sem ekki aðhyllast fasisma. „Ef til vill tímabært að fara að tala um uppgang fasískra tilhneiginga af alvöru í stað þess að líta á þetta sem léttvægt ónæði sem hljóti að fjara út af sjálfu sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -