Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Það er ekki hægt að ljúga sig frá málunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karen Kjartansdóttir almannatengill segir mun erfiðara í dag að bíða af sér erfið mál og svara ekki fjölmiðlum um þau. Sú aðferð hafi virkað vel hér áður fyrr en í máli fimmenninganna Ara Edwald, Arnars Grant, Loga Bergmanns Eiðssonar, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar sé sú aðferð ekki að virka. 

Karen ræddi mál fimmenninganna á RÚV í gærkvöldi og gaf þar upp þær þrjár leiðir sem hún telur þá hafa til að svara ásökunum á hendur þeim um kynferðislegt áreiti gegn Vítalíu Lazareva.

Þetta eru leiðirnar að mati Karenar:

„Fyrst er eitt sem talsvert hefur verið notað, að svara ekki neinu, bíða þetta af sér, og þegja. Það virkaði betur hér áður fyrr heldur en það gerir núna.

Annað er að segja svolítið, kannski til að reyna að drepa í forvitninni, og segja þína upplifun eða þína hlið að málinu.

Og svo er það þriðja. Það er að veita allan aðgang, láta allt gossa. Svona: „Hér er ég og hvað viltu vita?“. Það getur virkað mjög vel, því þá er oft litið svo á að þú tæmir málið fyrr, og þú látir það ekki malla, þú hafir svolítið stjórn á umræðunni og þurfir ekki að stíga sífellt inn í málið og leiðrétta svona núansa,“

- Auglýsing -

Karen er þeirrar skoðunar að sú leið að svara engu væri á hröðu undanhaldi í samfélaginu. Hún bendir einnig á að fyrirgefning sé oftast möguleiki á endanum en gullna regla sé sú að lygar borga sig aldrei.

 „Það er ekki hægt að ljúga sig frá málunum, því það er ofboðslega ósjálfbær aðferð, bara í hverju sem er. Öllum verður okkur á í lífinu. Og ég hef alltaf skilið það þannig að fólk, og almenningur, sé frekar reiðubúinn til að fyrirgefa þegar okkur verður á. Við erum öll breysk. Það má ekki segja eitthvað sem gengur bókstaflega í berhögg við það sem átti sér stað,“ segir Karen. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -