Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þakkar RÚV fyrir að óhlýðnast fjölmiðlabanni Úlfars: „Viðmælendur skýrðu vel hug sinn og líðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson þakkar Ríkisútvarpinu fyrir að óhlýðnast valdboði Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Samfélagsrýnirinn orðheppni frá Grindavík, Björn Birgisson, skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann þakkar Ríkisútvarpinu fyrir að taka viðtal við „sómafólk í Grindavík“, þrátt fyrir fjölmiðlabann lögreglustjórans Úlfars Lúðvíkssonar. Segir Björn að hann hafi lesið athugasemdir á Facebook við frétt RÚV, sem ekki slógu í gegn hjá honum. „Viðtalið var gott og viðmælendur skýrðu vel hug sinn og líðan í öllum þessum hamagangi sem er að kollvarpa öllu daglegu lífi í 4000 manna byggð. Sú atburðarás er það fréttnæmasta sem er að gerast í landinu.

Í umræddri athugasemdaröð var í raun ekkert minnst á þann kjarna málsins sem mestu máli skiptir. Stjórnunina, boðin og bönnin sem Grindvíkingum og fréttamönnum er ætlað að hlýða. Mest voru þetta leiðinda upphrópanir og ásakanir.“

Segir Björn að Úlfar hafi verið að gera fréttamönnum erfitt að nálgast Grindvíkinga í þeirra hremmingum og segir stríðsfréttamenn fá meiri aðgang í stríðum en fjölmiðlar fá nú að Grindavík.

„En Úlfar lögreglustjóri hefur verið með alla sína tíu fingur í að gera fréttamönnum erfitt að nálgast þolendur á sínum heimavelli, fólkið í Grindavík, og bæinn sem slíkan til að gera fólki grein fyrir því sem hefur gerst og er að gerast í máli og myndum.
Að sinna vinnunni sinni.
Stríðsfréttamenn hafa miklu meira aðgengi að hættulegum svæðum en innlendir og erlendir fréttamenn að Grindavík!
Allir vita svo að aðgengi heimamanna að húsum sínum og eigum hefur verið takmarkað langt umfram nauðsyn.“

Þá segir Björn að vísindamenn hafi með mikilli nákvæmni náð að segja fyrir um staðsetningu og tímasetningu síðustu þriggja eldgosa og að Grindavíkurbær hafi meira og minna verið lokaður frá fyrsta gosinu, á meðan Bláa lónið hafi staðið opið að mestu. „Bláa lónið er miklu nær upptökum þessara eldgosa!“ segir Björn og segir bæði Bláa lónið og hitaveitumannvirkin á svæðinu vera varin með varnargörðum en að það sé Grindavík einnig. Segir hann að allt þetta hafi leitt til þess að Blaðamannafélag Íslands hafi lagt fram kæru á hendur lögreglustjóranum.

„Þetta, ásamt ýmsu öðru, hefur leitt til þess að Blaðamannafélag Íslands hefur kært lögreglustjórann fyrir hans stjórnunarhætti í tengslum við hamfarirnar í Grindavík.
Slík kæra er algjört einsdæmi – en hún er ekki sett fram af einhverri léttúð.
Það sem RÚV gerði var að sinna lögbundnu hlutverki sínu.
Að upplýsa og fræða almenning um heitasta málefni landsins í dag.
Fyrir það ber að þakka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -