Í gær barst ákall frá Ragnari Erling Hermannssyni sem er heimilislaus og hefur þurft að leita á náðir Gistiskýlisins á Grandagarði. Neyðarskýlin á vegum borgarinnar hafa venju samkvæmt opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu að morgni. Blindbylur reið yfir í gær og neituðu hópur heimilislausra að yfirgefa húsnæðið.
Ragnar deildi færslu og bað um stuðning landsmanna og lyktaði málum svo að skýlunum var haldið opið á meðan veður gengi yfir. Í dag kom önnur færsla frá Ragnari þar sem hann þakkar velunnurum fyrir stuðninginn og hjálpina. „Það er magnað að sjá drengi sem aldrei hafa fengið, eða hefðu aldrei trúað því að þeir ættu einhverja virðingu skilið eða fá viðbótið sem er að breytast núna fyrir framan augun á strákum sem aldrei hafa fengið annað en skít og skömm og viðbjóðslegt viðmót“. Ragnar útskýrir áfram hvernig stuðningurinn kveikir hjá mönnunum gleði og bætir við: „Hey vá, það er einhver von“.
Hann segir þá stráka ætla sér að eiga rólegan sunnudag og þakkar öllum kærlega fyrir veittan stuðning og bendir áhugasömum á leiðir til frekari stuðnings. Hér er hlekkur að fébókarsíðu Ragnars
Myndskeiðið má sjá hér hér að neðan.