Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

„Þátttaka Íslendinga í sameiginlegri skömm Vestur-Evrópuríkja í Assange málinu er til ósóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir afstöðuleysi íslenskra yfirvalda í máli Julian Assange til ósóma.

Mannlíf birti í gær svör forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur varðandi afstöðu yfirvalda til málaferla gegn Julian Assange, fyrrum ritstjóra Wikileaks en hann hefur ekki getað um frjálst höfuð strokið frá árinu 2012 en hann hefur nú dúsað í öryggisfangelsi í London í fjögur ár við slæma andlega heilsu. Svo virðist sem öll von sé úti um að honum takist að verjast framsali til Bandaríkjanna þar sem hans gæti beðið allt að 175 ára fangelsisdómur vegna birtingar Wikileaks á gögnum sem meðal annars sönnuðu stríðsglæpi Bandaríkjahers í hinu ólöglega Íraksstríði. Fjölmargir fjölmiðlar í heiminum tóku þátt í að birta gögnin á sínum tíma, þar á meðal Ríkisútvarpið. Þá var myndband sem sýndi dráp flughermanna á óbreyttum borgurum unnið með hjálp Íslendinga, meðal annars Birgittu Jónsdóttur, fyrrum Alþingiskonu.

Katrín svaraði ekki um persónulega afstöðu sína í málinu en Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður krafðist þess opinberlega að Assange yrði veitt hæli hér á landi, í nafni mannréttinda. Katrín sagði í svari sínu að Alþingi þyrfti að fá umsókn um hæli frá Julian svo hægt væri að taka beiðnina fyrir. Þá sagði hún að íslensk stjórnvöld hafi ekki beitt sér neitt í málaferlum gegn honum.

Mannlíf spurði Kristinn Hrafnsson, núverandi ritstjóri Wikileaks, hvað honum fyndist um svör Katrínar. Er hann allt annað en sáttur.

„Þetta er forkastanlegt. Þátttaka Íslendinga í sameiginlegri skömm Vestur-Evrópuríkja í Assange málinu er til ósóma. Það eykur á þá skömm að leiðtogar ríkja utan álfunnar fordæma tæputungulaust þessar pólitísku ofsóknir. Íslensk stjórnvöld geta rekið af sér slyðruorðið með því að taka skýra afstöðu og fordæma þessa stærstu aðför að frjálsri blaðamennsku á okkar tímum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -