Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Kakó með sveppum í upphafi athafnarinnar við Esjurætur: „Nafn mitt kom upp og hræddi það mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkoma sem átti sér stað við Esjurætur síðastliðna helgi vakti hörð viðbröð í vikunni. Í auglýsingu samkomunnar kom fram að ofskynjunarlyf yrðu á boðstólnum og að ást og erótík væri það sem þátttakendur skyldu kanna, þá voru þátttakendur hvattir til þess að taka börnin sín með sér. Einn þátttakandi samkomunnar hefur ákveðið að senda frá sér pistil og segja frá reynslu sinni. Einstaklingurinn vill ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en pistilinn má lesa í heild hér að neðan.

„Þađ sem dró mig ađ viđburđinum var kakó og dans. Ég var spennt ađ fara þar sem dans gefur mér mikiđ, tengist líkamanum međ dansi. Á laugardeginum sá ég ađ ung kona fór ađ tala um viđburđinn og sagđi frá því ađ viburđarlýsingin innihéldi sveppi og ađ börn væru velkomin. Mér finnst sú blanda ekki rétt, ekki ađ ég sé á móti sveppum og þađ sem fólk notar sveppi í góđum tilgangi undir leiđsögn.. en ađ blanda börnum og sveppum finnst mér ekki rétt. Ég ætlađi ekki ađ fara, nema svo sendi Doro yfirlýsingu ađ hún ætti viđ ađ hún er barn móđur sinnar og ætlaði að bjóða henni (móður sinni) og setti aldurstakmark 18+. Svo ég fór.

Í upphafi athafnarinnar var kakó með sveppum í og opnun á röddinni.. sem er gert til að hreyfa við líkamanum með víbringi raddarinnar og losa þannig um streitu, feimni (í mínu tilviki) og hækka tíðnina í rýminu. 
Svo dönsuðum við.. og það var svo mikil gleði og kærleikur. Leið einsog ég væri með fjölskyldunni minni, allir að dansa við alla (þótt við þekktumst ekkert persónulega). 
Dansinn var búinn um 2130 þetta kvöld svo ekkert athugavert gerðist (eða kynferðislegt). Við röbbuðum saman eftir dansinn sum okkar en aðrir fóru og flestir voru farnir um 2230. 
Morguninn eftir var þetta umtalað, Sprengja á samfélagsmiðlum.

Nafn mitt kom upp í reply við eitt af commentunum og hræddi það mig, Þar sem sögusagnirnar hafa verið svo neikvæðar. Èg skil þá hlið! Börn og sveppir.. en útaf aldurstakmarkinu sem Doro setti þá fór ég á viðburðinn í góðri samvisku. En tilfinningin sem èg fékk persónulega á viðburðinum var einsog þetta væri upphafið að einhverju stóru. Einsog eitthvað væri að fara gerast. Svo ég naut hvers augnabliks og hafði ásetninginn um að njóta af gleði og ást, fyrir sjálfan mig. Vera í núvitund. En ég sækist í andlega viðburði af þeirri ástæðu og til að styrkja sjálfan mig, kafa dýpra inni mig og sitja betur í mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -