Mánudagur 6. janúar, 2025
-4 C
Reykjavik

Þegar Dorrit flutti lögheimili sitt til Bretlands: „Ég sakna Sámur meira en ég sakna Ólafur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið 2013 fékk íslenska þjóðin þær óvæntu fréttir að forsetafrú landsins, Dorrit Moussaieff væri búin að færa lögheimili sitt til Bretlands og það rétt eftir endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar.

Dorrit var gagnrýnd fyrir þessa tilfærslu á lögheimili sínu enda verða hjón að hafa sama lögheimili, samkvæmt íslenskum lögum. Sumir töldu hafa fara þennan flutning vegna skattamála bæði hér og í Bretlandi en hér var á auðlegðarskattur. Þvertók Dorrit fyrir það og sagði ástæðuna þá að foreldrar hennar væru orðnir háaldraðir og hún þyrfti að hjálpa þeim með skartgripaveldið sem þau áttu í Bretlandi.

Fréttablaðið fjallaði um málið á sínum tíma:

Dorrit búin að flytja lögheimilið úr landi

Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Ástæðan er sögð „heimili, störf og fjölskylda“ Dorritar í London. Samkvæmt lögum verða hjón að hafa sama lögheimili. Forsetaembættið segir opinberar stofnanir ekki hafa gert athugasemdir.

Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og Þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum og fjölskyldu Dorritar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistir eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003.

„Hjón eiga sama lögheimili“

„Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili.

Í frétt Rúv um málið var rætt við skattasérfræðinga sem gáfu lítið fyrir rök forsetafrúarinnar. Sögðu þeir líklegra væri að ástæðan fyrir lögheimilisflutningum væru þrengri reglur um hemilisfesti í Bretlandi.

Frétt Rúv hljóðaði eftirfarandi:

- Auglýsing -
Skattasérfræðingar gefa lítið fyrir þau rök að Dorrit Moussaieff hafi þurft að flytja lögheimili til Bretlands til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækis foreldra sinna. Líklegra sé að þrengri reglur um heimilisfesti í Bretlandi séu ástæðan.

Fréttir gærdagsins um að Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, hafi flutt lögheimili sitt til Bretlands hafa vakið mikla athygli og spurningar um ástæðuna fyrir þessari ákvörðun. Forsetinn sagði í viðtali í fréttum RÚV í gær að Dorrit standi frammi fyrir því hvort fjölskyldufyrirtækið eigi að halda áfram eða ekki. Flutningur á lögheimili skiptir þar litlu sem engu máli að mati þeirra skattasérfræðinga sem fréttastofa hefur rætt við. Fjöldi dæma sé um að fólk reki fyrirtæki í öðru landi en þar sem það á lögheimili, og slíkt skilyrði myndi reyndar brjóta gegn EES reglum.

Flutningur á lögheimili breytir ekki skattskyldu, meginreglan er að búseta ræður því, og þá vaknar spurningin: hvar á að skattleggja Dorit Moussaieff, hér eða í Bretlandi?

Samkvæmt tvísköttunarsamningi við Bretland eru nokkrir þættir sem ráða þeirri úrlausn. Í fyrsta lagi má nefna fast heimili, sem í hennar tilviki er bæði á Bessastöðum og í London. Annar þáttur er miðstöð persónulegra hagsmuna. Dorrit er gift Ólafi Ragnari og hefur þannig rík persónuleg tengsl á Íslandi, en á foreldra og fjárhagslega hagsmuni í Bretlandi. Spurningin er hvort þau tengsl eru sterkari en tengslin við Ísland. Þriðji þátturinn snýr að dvalartíma, og í því samhengi hafa bresk yfirvöld nýlega þrengt reglur, sem voru frjálslegar og auðugt fólk, þar á meðal íslendingar hafa nýtt sér á undanförnum árum.

- Auglýsing -

Rúv gerði einnig þekkt viðtal við Dorrit og Ólaf Ragnar þar sem forsetafrúin var spurð nánar út í þessa ákvörður og forsetinn var einnig spurður út í málið. „Heldurðu að ég vilji vera án Sámur minn? Ég sakna Sámur meira en ég sakna Ólafur. Ólafur getur komið í heimsókn til mín, Sámur má ekki koma í heimsókn til mín,“ sagði Dorrit er hún var spurð hvort hún ætlaði að dvelja minna á Íslandi en áður.

Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -