Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þegar mér var „spoon-nauðgað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég hef orðið „nauðgað“ alls ekki í flimtingum, síður en svo enda um skelfilegt samfélagsmein að ræða. Sjálfum hefur mér ekki verið nauðgað, ekki í klassískri skilgreiningu orðsins sem er eftirfarandi: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun.“ En ég hef lent í afar óþægilegu atviki sem situr enn í mér þótt ég leggi þetta alls ekki á jöfnu við eiginlega nauðgun.

Ég kynntist fyrir þó nokkrum árum finnskri konu á stefnumótaappi og addaði henni fljótlega á Messenger. Spjallið fjaraði fljótlega út, en nokkrum árum síðar sendi hún mér skilaboð og sagðist vera komin aftur til Íslands, í heimsókn eftir að hafa flutt aftur heim til Finnlands. Ég viðurkenni að ég mundi varla eftir henni, enda nokkuð langt um liðið og við höfðum aldrei hist og því hefur minn minnislausi heili ekki vistað hana sérstaklega í götóttu minninu. Við ákváðum að hittast og fara í bíó. Ég gerði henni þó grein fyrir því að ég hefði engan áhuga á neinu alvarlegu, ég væri enn að jafna mig eftir langtímasamband mitt við barnsmóður mína og væri ekki tilbúinn í eitthvað meira en það sem á ensku kallast „casual dating“ sem felst í því að fara á jafnvel nokkur stefnumót sem gætu endað með kynlífi en ekkert meira en það. Hún sagðist átta sig á því.

Eftir bíóið bauð ég henni heim sem hún þáði með þökkum. Ég endurtók þá að ég vildi samt ekkert meira en bara kynlíf, sem hún sagðist skilja. Við komum heim og byrjuðum að kyssast í sófanum og ég verð að segja að munnar okkar smellpössuðu saman. Ég fann mig knúinn til þess að segja enn og aftur að ég vildi bara kynlíf, ekkert samband því ég vildi alls ekki særa neinn með því að gefa falskar vonir um ástarsamband. Hún hélt bara áfram að kyssa mig. Hún spurði hvort við ættum að færa okkur upp í rúm. Ég var mjög til í það, en sagði að ég myndi svo skutla henni heim, því ég gæti ekki sofið með konu enn þá, væri of tilfinningalega skaddaður eftir sambandsslit við ástina í lífi mínu. Þar fyrir utan þyrfti ég að mæta til vinnu klukkan átta næsta morgun. Hún sagði að það væri bara í fínu lagi.

Við lögðumst í rúmið og nutum þar frábærs kynlífs í um tvær klukkustundir og vorum bæði sátt að leik loknum. Eftir stutta hvíld stóð ég svo upp og byrjaði að klæða mig í fötin og gera mig tilbúin að skutla dömunni heim. Hún hins vegar lá sem fastast í rúminu og bað mig að koma að kúra, sem er að sjálfsögðu hinn eðlilegasti hluti en fyrir sambandsslitin og í dag, elska ég að kúra eftir kynlíf, en á þessum tímapunkti var ég það heftur á tilfinningasviðinu að ég gat ekki hugsað mér það. Ég spurði hana hvort hún væri nokkuð búin að gleyma því að ég ætlaði að skutla henni heim. Hún svaraði: „Æ, má ég ekki bara gista? Þú getur svo skutlað mér að einhverju strætóskýli í fyrramálið svo þú náir að koma í vinnuna á réttum tíma.“ Ég reyndi að malda í móinn en lét svo að lokum undan enda var hún afar áfjáð um að gista. Ég ítreka þó að ég verði að fá að láta hana út á strætóskýli á leiðinni í vinnuna, sem hún samþykkir, enda hafði hún átt þá hugmynd.

Ég lagðist aftur upp í rúm og sneri mér frá henni enda vildi ég á þessum tímapunkti bara fara að sofa. Hún hins vegar spurði hvort við ættum ekki að spúna (kúra í faðmlögum), en ég sagðist ekki vera til í það, mér þætti það mjög óþægilegt. Hún nauðaði í mér og færði sig alltaf nær og nær. Ég samþykkti það aldrei, en að lokum var hún búin að taka þétt utan um mig og ég fann kaldann andardrátt hennar á beru baki mínu. Ég var á þessu augnabliki kominn alveg á brún rúmsins og leið hreint út sagt hörmulega. Ég svaf lítið þessa nótt enda sleppti hún ekki takinu af mér.

Daginn eftir dreif ég mig í fötin og kom okkur í bílinn. Þegar ég ætlaði svo að stöðva bílinn við stætóstoppistöð sem var í leiðinni í vinnuna, sem ég var að verða of seinn í. Nei, þá var það allt í einu ekki í lagi fyrir hina finnsku konu, sem spurði hálfpirruð hvort ég gæti nú ekki keyrt henni nær heimilinu sem hún dvaldi á. Ég gerði það vel pirraður og kom svo að minnsta kosti fimm mínútum of seint í vinnuna fyrir vikið. Sú finnska fór svo frá landinu nokkrum dögum seinna.

- Auglýsing -

Næstu mánuði tók við einhvers konar vísir að eltihrellahegðun hjá þessari nýju vinkonu minni. Hún fór að senda mér á hverjum degi ljósmyndir og teikningar af hjörtum eða ljóðum um ástina. Ég svaraði henni nokkrum sinnum þar sem ég ítrekaði að þessi kynni okkar væru ekkert annað en skyndikynni, eins og ég hefði alltaf sagt, en hún svaraði alltaf á mjög torskilinn máta, oft með hálfóskiljanlegum ljóðum um ástina eða setningum um að hún skildi það en … og svo eitthvað sem gaf hálfpartinn í skyn að við ættum samt svo vel saman og ættum að vera par. Þetta gekk í einhverja mánuði og olli mér alltaf jafn mikilli kvíðatilfinningu og minnti mig á þessa hræðilegu nótt þegar hún „spoon-nauðgaði“ mér. Ég hætti að lokum alveg að svara henni og smám saman hætti þetta. Flestir hefðu sennilega blokkað hana, en ég er svo meðvirkur að ég kunni ekki við það, vildi ekki særa hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -