Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Þegar tunglið kom til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir miðbik 7. áratugarins varð framandi náttúra okkar Íslendinga vettvangur heimsóknar ferðalanga sem voru að búa sig undir ferðalag sem átti sér ekki hliðstæðu í mannkynssögunni. Þessir ferðalangar voru geimfarar frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, en áfangastaðurinn var enginn annar en tunglið.

Þjálfa þurfti geimfarana í að takast á við ýmsar áskoranir og því var Ísland valið sem eitt af þeim stöðum þar sem þeir myndu undirgangast þjálfun þar sem hraunbreiðurnar og það landslag sem eldfjöllin okkar hafa skapað þótti kjör aðstæður til að venja geimfarana við landslag líkt og það sem myndi mæta þeim á tunglinu.

Sérstaklega þótti svæðið í kringum Öskju heppilegt til æfinga þar sem eldfjallagígar og hrjóstrugt landslagið reyndust í raun ekki óáþekkt því sem fyrirfinnst á tunglinu.

Meðal geimfaranna var meðal annars maðurinn sem yrði sá fyrsti til að stíga fæti á tunglið, sjálfur Neil Armstrong.

Tvær ferðir af þessu tagi voru farnar til Íslands, önnur árið 1965 en sú síðari 1967, og voru margir geimfaranna sammála um að Ísland væri líkast yfirborði tunglsins en Harrison Schmitt sem var um borð í Apollo 17 sagði ,,Það lagði mikið til reynslu Apollo geimfaranna að komast í snertingu við landslagið á Íslandi þegar þeir voru að búa sig undir að kanna tunglið og æfa sýnatöku. Allar liðssveitirnar högnuðust á að kynna sér steinmyndanir sem minna á það sem finnst á yfirborði tunglsins. Könnunarleiðangrar Apollo 11, 12, 15 og 17 sem snerust um eldfjallasvæði höfðu öðlast innsæi í nýskapað eldfjallagrjót og samsetningar þeirra á Íslandi.“

Geimfararnir tóku sér þó sitthvað annað fyrir hendur þegar þeir voru hér við æfingar en í Tímanum, þann 21. desember segir að einn leiðangursmannanna, Bill Anders, hafi rennt fyrir silungi í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir landi Helluvaðs í Mývatnssveit en þar mun hann hafa dregið þrjá silunga, þar af einn sem vó 7 pund.

- Auglýsing -

Nú þegar mannkynið rennir hýru auga til frekari tungllendinga og mannaðra ferða til Mars ættum við að geta hreykt okkur af því að landið okkar hafi á sinn þátt í að mannaðar ferðir til annara himintungla hafi orðið að veruleika.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -