Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Þeir eiga börn á mínum aldri“ – Mennirnir láta ekki ná í sig eftir ásakanir um brot gegn Vítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ekkert að fara að öskra á vini hans. Ég er ekkert að fara að slá vini hans utan undir.“ Þetta segir Vítalía Lazareva um menn sem hún segir hafa brotið á sér, í ítarlegu viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Mannlífi einungis tekist að ná í einn þeirra manna sem sagðir eru tengjast þeim málum sem Vítalía opnaði sig um í hlaðvarpsþættinum. Sá vildi ekki tjá sig um málið.

Um er að ræða tvö aðskilin mál, eins og fjallað var um í gær. Í þeim báðum koma við sögu þjóðþekktir og valdamiklir menn í samfélaginu. Sá sem tengir atburðina tvo saman er fyrrum ástmaður Vítalíu, sem er sjálfur þjóðþekktur heilsufrömuður.

Í öðru tilfellinu segir Vítalía vini mannsins hafa brotið á sér þegar þau fóru öll saman í heitan pott í sumarbústaðaferð. Hún segir þá meðal annars hafa káfað á sér og stungið fingrum sínum í endaþarm hennar. Allir eru mennirnir töluvert eldri en Vítalía og valdamiklir í samfélaginu. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir. Þeir eiga börn á mínum aldri,“ segir Vítalía um vini ástmannsins, sem hún segir yngstan í þessum hópi. Hann er 48 ára.

Í seinna atvikinu deildi hún hótelherbergi með ástmanninum á meðan hann var með stórum vinahópi í golfferð. Hún segir vin mannsins, þekktan fjölmiðlamann, hafa gengið inn á þau á hótelherberginu og til þess að kaupa þögn hans hafi ástmaðurinn boðið manninum til kynferðislegra athafna með Vítalíu. Hún hafi gert honum það ljóst að hún hafi ekki viljað taka þátt, en hann þá sagt henni að allt væri í lagi, því hann væri með henni. Vítalía segir vininn hafa tekið virkan þátt.

Undanfarið hefur Mannlíf ítrekað reynt að ná í mennina sem sagðir eru eiga í hlut. Einn þeirra svaraði símtali í gær. Í því sagði hann blaðamanni að hann hefði ekki tíma til að ræða málið. Enginn hinna mannanna hefur svarað, hvorki símtölum né skilaboðum, þar meðtalinn fyrrum ástmaðurinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -