Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þekktir fagna frelsi Julians: „Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmargir gleðjast nú yfir því að Julian Assange, fyrrum ritstjóri Wikileaks geti nú loks um frjálst höfuð strokið, eftir fjölmörg ár í fjötrum.

Julian Assange er loksins laus úr prísund sinni í Bretlandi, eftir að hann neyddist til að játa sig sekan af ákæru sem snyr að birtingu trúnaðargagna. Gerði hann samkomulag þess efnis við bandarísk yfirvöld gegn því að verða ekki framseldur. Er hann nú á leið til eiginkonu sinnar og barna í Ástralíu, heimalandi sínu.

Hér eru nokkrir þekktir Íslendinga sem fögnuðu frelsun Assange í dag:

Kristinn Hrafnsson, núverandi ritstjóri Wikileaks og vinur Assange, hefur verið hvað harðastur í baráttunni fyrir frelsi Julians. Kristinn á afmæli í dag og fagnar því bæði einum afmælisdegi til viðbótar, auk lausnar Assange. Skrifaði hann eftirfarandi Facebook-færslu:

sÉg er ekki mikill afmæliskall og gleymi gjarnan afmælisdeginum. Tölvan er að minna mig á að sá dagur er runninn upp í mínu tímabelti. Hann byrjar vel. Margra ára barátta er að skila árangri. Þakka stuðninginn.“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar er afar ánægð með frelsi Julians. Kallar hún réttarhöldin yfir honum „sýndarréttarhöld“ en fagnar sigrinum.

- Auglýsing -

„Þetta eru stórkostlegar fréttir í morgunsárið. Julian Assange er laus úr rammgirtasta fangelsi Bretlands, hvar hann hefur mátt dúsa í 5 ár og 2 mánuði en fyrir þann tíma var hann árum saman í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í Bretlandi. Ég þori ekki að fagna fyrr en sýndarréttarhöldum á Norður-Marí­ana­eyj­um er lokið en sagt er að þar verði hann dæmdur í nkl 5 ár og tvo mánuði, þann tíma sem hann hefur nú þegar setið í Belmarch fangelsinu. En þetta er stór dagur fyrir allt baráttufólkið sem hefur staðið með honum allan tímann, Kristinn Hrafnsson þar á meðal en þó stærstur fyrir Stellu konu Julian og börn þeirra. Þetta er líka stór dagur fyrir fjölmiðla um allan heim og baráttuna fyrir frelsi þeirra. Fylgist spennt með næstu daga.“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður á erfitt með að fagna niðurstöðum málsins enda hafi Julian ekki framið neinn glæp til að játa fyrir.

„Auðvitað er grábölvað að Assange skuli fallast á að lýsa sig sekan. Það er sjálft meginatriði máls hans að hann framdi engan glæp, heldur vann þvert á móti mikilvæga þjónustu við almenning með því að upplýsa um glæpi bandaríska herliðsins í Írak. En í fyrsta lagi þekki ég ekki smáatriði þessa langvinna máls og í öðru lagi hef ég aldrei þurft að þola margra ára fangavist fyrir að vinna heiðarleg blaðamannsstörf. Svo ég segi bara: Fínt.“

- Auglýsing -

Stefán Pálsson líkir niðurstöðu málsins við það þegar Galíleó var neyddur til að draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar.

„ „Hún snýst sú samt“ – var Galíleó sagður hafa muldrað eftir að fulltrúar Páfagarðs létu hann draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar til að losna undan refsingu.
Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós og látinn játa sekt til að bjarga höfðinu en Bandaríkjastjórn sé fulltrúi páfavaldsins. Og það er alveg ljóst hver er hetjan í þessari sögu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -