Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Thelma biðlar til Íslendinga vegna endurkomu Joshua Block: „Verum góð við náungann, sýnum samkennd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thelma Rut Elíasdóttir eða Telmí Trunt eins og hún kallar sig á TikTok, biðlar til Íslendinga að taka betur á móti bandarískri TikTok-stjörnu sem er á einhverfurófinu, í dag er hann kemur til landsins, heldur en gert var í heimsókn hans til landsins í júní.

TikTok stjarnan Joshua Block, þekktur undir nafninu „worldoftshirts“ snýr aftur til Íslands í dag en fyrir tæpum mánuði var hann hér á landi í fyrsta skipti. Mannlíf fjallaði um afar slæmar móttökur sem hann fékk frá ungum íslenskum drengjum en það komst í tísku að birta myndbönd á TikTok þar sem verið var að áreita Joshua og niðurlægja. Skipstjórahattur sem hann er oftast með á höfði var til að mynda tekinn af honum, því logið að honum að „íslenska mafían“ væri að eftir honum og fleira miður fallegt. Skiljanlega tók Joshua þessu afar illa og sást hlaupa undan áreitinu.

En nú er hann sem sagt að koma aftur til landsins í dag en íslenska TikTok-stjarnan Telmí Trunt sendi frá sér myndskeið þar sem hún biðlar til fólks að taka betur á móti Joshua í þetta skipti. „Það er tvennt ólíkt að hlæja með einhverjum og að einhverjum því þá ertu að gera grín að viðkomandi og því segi ég: verum góð við náungann, sýnum samkennd, tökum fólki eins og það er og fögnum fjölbreytileikanum í mannflórunni,“ er meðal þess sem Thelma segir í myndskeiðinu. Það má sjá hér að neðan:

@thelmi.trunt❤️

♬ original sound – THELMÍ TRUNT

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -